Heimilisritið - 01.12.1951, Page 40

Heimilisritið - 01.12.1951, Page 40
um studdi hún að augunum — sannkölluð sorgarmynd, eins og hann hafði eitt sinn séð í kín- verskum harmleik. Gamanleikarinn Moyne gelck óþolinmóður fram og aftur um þilfarið, þegar Denham kom um borð. Það var óheillavænlegur glampi í augum Moyne, sem liann komst ekki hjá að taka eftir. „Jæja, svo það varð ekkert úr Gula blóminu við' krókódíla- ána“, leyfði liann sér að láta get- ið, þegar skipið var lagt frá. At- burðurinn úti fyrir bankanum iiafði ekki farið framhjá sjón- auka hans. Denham hóstaði vandræðalega. „Kínverjinn var allt of óá- reiðanlegur“, svaraði hann. „Hann drekkur samshu í stór- um stíl til að lækna tannpínu — þar af leiðir: ekkert hægt að gera!“ Moyne var þegjandalegur og gramur, af því hann hafði verið kallaður um borð í miðjum mat- ai-tíma. Hann hallaði sér lengi út yfir borðstokkinn, áður en hann tók aftur til máls: „Ryan, þjónninn í veitingasalnum, sagði mér talsvert í gærkvöld, eftir að þú varst farinn. Hann þekkir Willy Moon og litlu dóttur hans mæta vel“. „Vesalings litla, gula blóm“, sagði Denharn hálfhvíslandi. Moyne gretti sig. „Ryan sagði, að Moon og dóttir lians hefðu búíð til bezta skopleik, sem nokkru sinni hef- ur verið' leikinn“, sagði hann blátt áfram. Denliam starði til lands. „Hvaða skopleikur var það?“ spurði hann án þess að líta upp. Irinn vætti varirnar og það lék um þær meinfýsið bros. „Það er leikur í fjórum þátt- um. Fyrsti þáttur byrjar á, að Kínverjinn hýðir litlu dóttur sína, jafnskjótt og góðhjartaður herramaður birtist í nágrenninu. í öð'rum þætti kemur góðhjart- aði herramaðurinn fram ásamt dótturinni, annað hvort í garð- inum eða við bátaskúrinn. Þar niður frá er legustóll til reiðu“. Denham roðnaði mjög. „Haltu bara áfram“, sagði hann, „ég er ekkert nema eyru“. „Jæja“, hélt Moyne áfram með ertandi kurteisi, „í þriðja þætti liggur góð'hjartaði herra- maðurinn örvita af reiði og rammlega bundinn á höndum og fótum í legustólnum og bíður eftir gamla krókódílnum, sem talinn er halda sig í feninu í nágrenninu". „Og Wing Moon?“ spurði Denham í beiskum tón. „Stend- ur hún við stólinn með hníf til að frelsa góða manninn úr bönd- unum?“ 38 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.