Heimilisritið - 01.12.1951, Side 46

Heimilisritið - 01.12.1951, Side 46
glasinu sínu og fói' að finnast lífið notalegt. Já, það var tími til kominn, að hann gerði eitthvað til að sýna Lauru, hversu mikils hann mat hana og myndarskap henn- ar á heimilinu. Hún var reglu- lega indæl, jafnvel indælli en þegar þau giftust. Það var sjald- an, þegar þau voru saman á skemmtunum, að hann yrði ■ekki ofurlítið afbrýðisamur vegna þess, hversu eftirsótt hún var. Hann varð að muna það, að láta hana taka meira eftir því — sýna, að hann væri reglu- lega ástfanginn af henni. Þegar Laura kom inn, var hann upptekinn af sínum góðu áformum. Hann brosti ástúðlega um leið og hann kinkaði glað- lega kolli til hennar og rétti henni glasið: „Mikið ertu falleg í kvöld, elskan mín.“ (Dag- lega ...) Laura hrökk við, eins og ein- hver hefði kveikt í púðurkerl- ingu undir stólnum hennar. „Hvað segirðu?11 sagði hún. „Ég ságði, að þú værir falleg,“ endurtók hann. Hún leit á hann án þess að skilja upp né niður. „Ég þakka,“ sagði hún. „Má ég ekki segja það?“ spurði hann dálítið hvasst. „Jú, jú, auðvitað. Ef þú mein- ar það.“ Hún leit laumulega til hans og flýtti sér að tæma úr glasinu. í sama bili komu börnin þjót- andi inn. Meg staðnæmdist í dyrunum og benti á föður sinn. „Hvert ætlar hann?“ spurði hún opinmynnt af undrun. „Ef þið ætlið í bíó, þá komum við með?“ sagði Derek ákafur. „Við ætlum ekkert í kvöld,“ sagði Harrison með áherzlu. Börnin urðu sýniega fyrir vonbrigðum, og við kvöldborðíð fór það að fara í taugarnar á honum, að þau skyldu öll þrjú stara svona undarlega á hann. Þetta var allt eitthvað svo há- tíðlegt. Eftir matinn settist hann og fór að lesa kvöldblaðið, en aft- ur og aftur varð hann þess var, að hann las sömu línurnar oft. Hann átti erfitt með að einbeita huganum að blaðafréttunum, því að sálfræðispurnirnar voru ávallt fyrir hugskotssjónum hans. Þegar Laura kom niður og börnin voru háttuð, braut hann blaðið saman og leit ástúð- lega til hennar. Hún fór ósköp rólega að stoppa í sokka. „Ertu búinn að lesa blaðið?“ spurði hún. „Nei, en mér datt bara í hug, hvort við ættum ekki heldur að rabba svolítið saman, eða langar þig til einhvers annars?“ „Segðu mér eitt, Harrison, er 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.