Heimilisritið - 01.12.1951, Side 58

Heimilisritið - 01.12.1951, Side 58
til hvílu í herbergi hans — her- berginu, sem hann lézt í. Þetta er ósk hans á dánarbeði.“ Erfingi Clencliff-hallar „JÆJA,“ sagði Cicily í stytt- ingi. „Það er nú það,“ um leið og hópurinn stóð á fætur og Annabelle handlék vandræða- lega umslagið, sem Mammy Pleasant hafði rétt henni. „Mig langaði ekki að eignast peninga þessa gamla fábjána, hvað sem öðru líður,“ sagði Su- san í æstu skapi, „en hvað var átt við með „heilbrigð á sál“ og „ekki fær um“ eins og stóð í erfðaskránni, Crosby?“ „Nú, hann tók svona til orða í erfðaskránni af því honum var kunnugt um, að allir ættingjar hans álitu hann ekki með réttu ráði, hann nefndi einnig vissan lækni, sem á að rannsaka erf- ingjann." „Nú veit ég að hann var brjál- aður,“ hrópaði Susan og sló í borðið. „Ekki tæki ég við því, þótt ungfrú West byði mér helming eignanna.“ „Nei, ég fullvissa yður um, að hann var ekki brjálaður,“ svar- aði Crosby,“ en hann vissi, að það var vottur af geðveiki í ættinni, og hann óskaði ekki eftir að erfingi hans tæki út sömu kvalir og hann sjálfur. Hann talaði oft um þetta við mig. Þetta hafði gagntekið hann.“ „Jæja þá,“ anzaði hin óbug- andi Susan, „hvað haldið þér að hafi verið í umslaginu, sem þessi kvenskratti fékk henni rétt áðan?“ „Ég get ekki ímyndað mér það,“ svaraði lögfræðingurinn rólega. „nema það hafi verið eitthvað viðvíkjandi West-dem- öntunum frægu. Þeim er kom- ið fyrir í hálsmeni, og meðal þeirra eru hinir dýrustu smar- agðar. Þeir eru óhemju verð- mætir.“ „Ó, já, ég man,“ greip Cicily fram í, „mamma sagði mér frá þeim, þeir eru mjög gamaldags, erfðagripir, mörg hundruð ára gamlir. Hvernig var það, hurfu þeir ekki, eða var stolið eða eitt- hvað þessháttar?“ „Ég er hræddur um að gamli maðurinn hafi óttazt eitthvað í þá átt,“ sagði Harry um leið og hann nálgaðist hópinn,“ og þess vegna hefur hann falið þá. Ég efast um að hann hafi verið svo vitlaus.“ „Ha,“ hrópaði Susan,“ að af- henda þessari nom. bréf, sem segir til um hvar þeir eru faldir, og bréfið á að afhenda eftir tutt- ugu ár. Hvað er þá vitfirring? Ég get sagt ykkur það, að mað- urinn var brjálaður. Ég hef enga trú á, að erfðaskráin sé gild eft- 56 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.