Heimilisritið - 01.12.1951, Side 59

Heimilisritið - 01.12.1951, Side 59
ir allt saman.“ „Mammy Pleasant hefur skil- að bréfinu eins og umbeðið var, eða er ekki svo?“ spurði Charlie, þegar hann og Annabelle komu til þeirra að borðinu, og jafnvel hin óbetranlega Susan gat enga athugasemd gert við þetta. „Mammy Pleasant,“ sagði Annabelle, „mynduð þér vilja verða hér áfram sem ráðskona hjá mér? Mér þætti afar vænt Um ef þér yrðuð við þessari beiðni.“ „Það er nú eftir því hvernig á það er litið. Ef til vill hafið þér enga þörf fyrir mig á morg- un.“ Þetta var sagt með þeirri hægð, sem þessari konu var eig- inleg, en hljómaði hræðilega undir þessum kringumstæðum, með tilliti þess spádóms. er hún fyrr hafði látið í ljós. En áður en gestirnir höfðu áttað sig til fulls á svarinu, var barið að dyrum. Mammy Pleasant gekk rólegum skrefum til dyra. Hún kom til baka í fylgd með villi- mannlegum náunga, svo ógeðs- legum, að engan langaði til að sjá annan verri á kvöldi sem þessu. Ósjálfrátt hörfuðu kon- urnar óttaslegnar frá honum. Aðkomumaður var klæddur eins konar einkennisbúningi, að minnsta kosti bar hann húfu, sem leit út eins og einkennis- húfa, og hann sýndi sig ekki lík- legan til að taka ofan í nærveru kvennanna. Hann hafði miklar, samvaxnar augabrúnir og mik- ið svart yfirskegg, sem gaf hon- um illúðlegt yfirbragð, og þessi áhrif urðu enn meiri vegna þess, að andlitið var alsett bláum ör- um eða skrámum. í annarri hendi hélt hann á spennitreyju. „Hann segist vera frá Fair- view geðveikrahælinu,“ sagði Mammy Pleasant; „Ég þarf að ná tali af eiganda hússins hér,“ sagði maðurinn, og röddin var óþýð eins og allt útlit mannsins. „Ég er fulltrúi eigandans," sagði Roger Crosby, „hvað er yð- ur á höndum?“ „Við leitum að sjúklingi, sem strauk. Hann slapp frá hælinu í kvöld,“ og maðurinn leit rannsakandi í kringum sig og á andlit gestanna, eins og hann byggist við að finna sjúklinginn meðal þeirra. Honum varð star- sýnt á Harry Blyth. Með spyrj- andi augnaráði, en þóttalegu eins og hans var vani við ókunn- uga, sagði Harry: „Bjuggust þér við að finna hann hér í húsinu?“ „Við leitum í öllum húsum. í hvert sinn, sem hann sleppur, felur hann sig í einhverju húsi. Síðast, þegar hann slapp, náð- um við honum hérna hinum megin við hæðina. Eg korh þá DESEMBER, 1951 57

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.