Heimilisritið - 01.12.1951, Page 60

Heimilisritið - 01.12.1951, Page 60
að honum á síðustu stundu. Fingur hans höfðu læst sig —“ Maðurinn þagnaði snögglega, eins og hann hefði sagt of mik- ið. Hann starði undan loðnum augabrúnum á taugaæstar kon- urnar og karlmennina. Sérstak- lega starði hann sólgnum aug- um á Annabelle. Ef til vill hef- ur fegurð hennar hrifið hann. „Er þessi vitfirringur hættu- legur?“ spurði Crosby. „Hættulegur? Ég hefði nú haldið það. Drápsýki á hæsta stigi. Manndrápari. Hann er ekki stór maður, en afar sterkur og kænn. Hann heldur að hann sé köttur og gengur um allt á fjórum fótum. Neglurnar á höndum hans verða langar og þykkar. Við klippum þær eins og hægt er á hælinu, en skæri bíta ekki á þær. Við verðum að sverfa þær. Ef þær fá að vaxa og verða langar, er verst að eiga við hann. Ég er eini maðurinn á hælinu, sem ræð við hann. Hann er hræddur við mig, þó hefur hann einu sinni bitið mig, og þessar skrámur á andlitinu á mér eru eftir klærnar á honum.“ „Heyrið mig,“ hrópaði Harry Blyth reiðilega, „eruð þér að reyna að hræða einhvern? Ég hef aldrei heyrt svona dæma- fátt rugl á ævi minni. Mér heyrist að þér séuð ekki með fullu viti. Því geltið þér ekki á hann eins og hundur og hræð- ið þennan mann-kött, svo hann hundskist heim til mjólkurskál- ar sinnar?“ „Ef þér eigið nokkru sinni eft- ir að sjá hann, munuð þér ekki tala svona. Ég er aðeins að að- vara ykkur. Hann læðist inn í hús og bíður eftir því að fólk taki á sig náðir, — og svo----- En ég er ekki að reyna að hræða ykkur, aðeins að benda ykkur á að vera vel á verði. Ég ráðlegg ykkur að loka ölum gluggum og hurðum og sjá um að enginn fari út fyrir dyr.“ „Hafið engar áhyggjur,“ sagði Charlie, og það bar á skrumi í skjálfandi röddinni. „Ef við sjá- um þennan mannlega kött yðar læðast einhvers staðar, þá skul- um við grípa hann og færa yður hann.“ „Ef þér sjáið hann,“ sagði vörðurinn og sneri sér við með hefnigjörnu augnatilliti, „þá munið þér flýja eins og fjand- inn væri á hælum yðar.“ „Ó,“ heyrðist í Susan, sem greip andann á lofti. „Afsakið frú,“ sagði vörðurinn snögglega, „ég mundi ekki eft- ir því að þér voruð hér,“ og hann gekk fram stofuna, stærilátur í fasi, rannsakandi umhverfið til hægri og vinstri og dró spenni- treyjuna eftir gólfinu. Framh. í næsta hefti. 58 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.