Heimilisritið - 01.12.1951, Síða 64

Heimilisritið - 01.12.1951, Síða 64
hlær og hrópar. En engum, sem við þekkjum, hefur nokkurn- tíma verið boðið, svo ég efast um, að það sé rétt, sem látið er í veðri vaka, að hver og einn, sem borgað hefur afnotagjald, fái á sínum tíma tækifæri.“ En hvað skeður? Nokkrum dögum seinna fengum við tilboð um að vera viðstödd laugardags- þátt í stóra salnum, konan mín og ég. Bréfið frá Útvarpinu lá í ganginum dag einn, þegar við komum heim. Við lásum það vandlega, og komumst að þeirri niðurstöðu, eftir nákvæma rann- sókn, að það hlyti að vera ó- falsað. Randi var ofsakát. „Og svo spurningaþáttur! Máske færðu að taka þátt í honum og nærð í verðlaun. ...“ Sú hugsun var mér sízt á móti skapi. Það voru raunar ekki bara verðlaunin, sem freistuðu mín, heldur öllu fremur vitundin um, að miljónir manna um heim all- an heyrðu nafnið mitt og hlust- uðu á rödd mína; það byrjaði strax að stíga mér til höfuðs. Nú var um að gera að vera við öllu búinn, og ég skal við- urkenna, að mín andlega fæða næstu dagana var sótt í alfræði- orðabók Salomonsens, sem ég las af mikilli ákefð. Og þegar ég var ekki að lesa, hlustaði ég á tónlist frá öllum mögulegum stöðum og reyndi að festa mér í minni strófur úr hljómkvið- um, nöfn á undarlegum tón- smíðum og höfundum þeirra. Og ég las blöðin óvenjuvel, inn- lendar og erlendar fréttir, til að vera við öllu búinn. Þetta var eins og að búa si'g undir mikilsháttar próf. Og það var líka „prófskrekk- ur“ í mér, þegar ég kom í út- varpssalinn laugardagskvöldið. Það yrði ekkert spaug að verða að athlægi fyrir öllum ættingj- um, vinum og kunningjum, sem auðvitað hlustuðu allir, einmitt þetta kvöld. Útvarpsþátturinn gekk sinn gang. Það var músik og söngur, gamanþáttur og sitt hvað fleira, og áheyrendurnir klöppuðu og hlógu. Seint og síðar meir kom svo stjórnandinn að keppnisat- riðunum. Með lítillátu brosi og mikilli mælsku hvatti hann herra og frúr til að gefa sig fram og koma upp á pallinn til sín. í fyrstu virtist enginn finna köllun hjá sér til að taka boði hans. Konan mín sneri sér að mér. „Nú?“ sagði hún svo hátt, að allir, sem sátu nálægt okkur, heyrðu það. Ég leit á brosandi andlitin og spyrjandi og jafnframt skipandi svip Randi, og ég heyrði, að ung- lingar, sem sátu fyrir aftan mig, 62 HEIMILISRITIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.