Heimilisritið - 01.12.1951, Page 70

Heimilisritið - 01.12.1951, Page 70
r Hvað dreymdi þig í nótt? Ytarlegar draumaráðningar HNERRI. — Það er fyrir góðu, ef þig drcymir að þú hnerrir. Langlífi og gæfa verða þitt hlutskipri. HNF.TA. — Dreymi þig hnetur, máttu búast við því, að um þig spinnist kjaftasögur á næstunni, og e. t. v. verða vandræði á heimiljnu. HNEYKSLI. — Ef þig dreymir að þú hafir vakið hneyksli eða sért við- riðin(n) hneykslismál, er það fyrirboði þess, að þú munt verða í áliti hjá almenningi og að fólk muni ekki hafa nema gott um þig að . scsia- HNÍFUR. — Að dreyma hníf er afleitur fyrirboði — táknar sundurþykkju, misgerðir, hættu af völdum réttvísinnar, örbirgð, svik — allt þetta eða eitthvað. Bitúr, gljáandi hnífur: óvinur. Skera sig á hnífi: misgerð eða smán. Sjá rýting: Leiðinlegar fréttir um fjarlægan vin. Yfirleitt máttu eiga von á óláni í störfum, viðskiptum eða ástum ef þig dreym- ir hníf. HNÚI. — Dreymi þig að þú knýir að dyrum með hnúum og hnefum, skaltu ekki reikna með því, að ást sú, sem þú berð til sérstakrar per- sónu, muni verða endurgoldin. HNÚTUR. — Ef þig dreymir að þú sért að reyna að leysa hnút, skaltu þegar í stað fara að vinna af alefli að því að gera líf þitt öruggara, m. a. mcð því að leggja peninga fyrir, því að þú munt bráðlega þarfn- ast þeirra. Lcysa hnút er fyrir auknUm lífsþægindum, en að hnýta hnút veit á óþægindi, sem maður bakar öðrum. HNYKILL. -— Ef þig dreymir bandhnykil, muntu hafa mikið vald yfir öðrum. Þú hefur sterkan persónuleika, og þú ættir að hugleiða, hvort rétt er að beita valdi sínu e.ins mikið og þú gerir. Þó er slíkur draum- ur oft fyrir giftingu (ógiftum) eða betri íbúð (giftum). HORN. — Ef þig dreymir að þú hafir horn á höfði þér, hlotnast þér völd og virðing. Það citt að sjá horn í draumi cr dreymandanum fyrir aukn- um áhrifamætti. (Sjá LúSur) HÓSTI. — Ef þig dreymir að þú hafir hósta, er það oft fyrir dansi eða dansæfingu. Sá eða sú, sem þú dansar mikið við, mun eiga mikil _____________________________________________________________________________J 68 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.