Heimilisritið - 01.10.1954, Page 3
HEIMILISRITIÐ
OKTÓBER 12. ÁRGANGDR 1954
Hinn heimsfrægi metsölurithöfundur
A. J. CRONIN
hefur aldrei skrifað áhrifaríkari sögu
um hin dularfullu viðbrögð
konuhjartans.
Sönn astarsaga
,,Nú fyrst,“ sagði bún við mig,
„veit ég hva5 sönn ást er.“
ÞAÐ RIKTI mikil eftirvænt-
mg í skólanum okkar í litla
skozka þorpinu Tannochbrae —
við efstu bekkingar áttum að fá
nýjan kennara, hvorki meira né
minna en kandídat frá Háskóla
Ediborgar. Piltarnir brutu heil-
ann um, hvort hann væri
íþróttamaður og slyngur í fót-
bolta, en stúlkurnar vonuðu, að
hann væri laglegur.
Daginn, sem hann kom, fylgdi
skólastjórinn honum inn 1
kennslustofuna okkar, en þrátt
fyrir návist þessa lotningaverða
manns, fór vonbrigðakliður um
bekkinn. Nýi kennarinn okkar
var ungur, í hæsta lagi tuttugu
og fjögra ára gamall. Hann var
lítill og væskilslegur og tötra-
lega klæddur og fór allur hjá sér
vegna þess, hve við einblíndum
öll á hann, og hann var bækl-
aður.
Annar fóturinn var að minnsta
kosti níu þumlungum styttri en
hinn. Til þess að bæta úr þessu
hafði hann ekki þar til gerðan
skó, vafalaust vegna fátæktar,
heldur trétitt, sem fest var við
skósólann með járnklemmu.
Nafn hans var Gavin Blair. en
l