Heimilisritið - 01.10.1954, Qupperneq 5

Heimilisritið - 01.10.1954, Qupperneq 5
náms. Duncan Orr var búinn að fá atvinnu á skrifstofu hjá víxla- miðlara í næstu borg, og Jean ætlaði í ferðalag til Suður-Evr- ópu með föður sínum. Um kvöldið dansaði hún næst- um hvern einasta dans við Orr, sem var einbeittur og stima- mjúkur í senn, og taldi hana þeg- ar stúlkuna sína. Hann var vask- legur piltur, fríður sýnum, dökk- hærður og snareygur, skrafhreif- inn og tungumjúkur. Jean og hann voru fallegt par á dansgólf- inu. í sama mund og þau sveifl- uðust fram hjá mér, kom ég auga á „Tréfót“. Þó að hann gæti ekki tekið þáít í dansinum, hafði hann skroppið inn í salinn, líklega af því að hann taldi það skyldu sína. Hann stóð einn í dragsúgn- um við dyrnar. Svipurinn á fölu, torkennilegu andliti hans í hálf- rökkrinu lýsti slíkri þjáningu, að það nísti hjarta mitt. Þetta sumar breyttust tilfinn- ingar mínar algerlega í garð „Tréfótar“. Hann hafði verið svo vingjarnlegur að bjóðast til að búa mig undir prófið upp í skól- ann endurgjaldslaust. Að vísu hafði ég stundum hlegið að hon- um með bekkjarsystkinum mín- um, þó að ég hefði í rauninni aldrei sama álit á honum og þau, en þegar við sátum yfir kennslu- bókunum kvöld eftir kvöld, upp- götvaði ég undir feimnisskelinni slíka mannkosti, lærdóm og menntun ásamt viðkvæmri lund, að mér varð innilega hlýtt til hans. HANN SAGÐI mér, að for- eldrar sínir væru dánir og hefði hann verið einkabarn þeirra. Heltin, sem gerði hann mjög hörundssáran, stafaði af meiðsl- um, sem hann hafði hlotið í bemsku, þegar hann datt ofan úr háu tré. Samt sem áður hafði hann von um bata, því að hann hafði frétt, að sænskur læknir hefði ráðið bót á sams konar bæklun með skurðaðgerð. Það yrði dýrt, en ef hann sparaði, myndi hann einn góðan veður- dag hafa nægilega upphæð til þess. Þessi kvöld voru mér til mik- illar ánægju. En það olli mér undrunar, að Gavin — ég var hættur að hugsa um hann sem „Tréfót“ — var vanur að troða í pípuna sína að loknum lestri og leiða samtalið varfærnislega að Jean Dalrymple. Ég fékk styrkinn og var það kennslu Gavins að þakka. Með- an ég stundaði nám í læknaskól- anum, varð vinátta okkar inni- legri. Við veiddum í vatninu, ræddum um allt milli himins og OKTÓBER, 1954 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.