Heimilisritið - 01.10.1954, Blaðsíða 7

Heimilisritið - 01.10.1954, Blaðsíða 7
hringt og vinnustúlkan vísaði Gavin Blair inn í stofuna til min. Ég sá þegar, að hann var í mikilli geðshræringu. Hann sagði mér þegar, hvað honum lá á hjarta. Hinu æðisgengna æviskeiði Orrs var lokið. Til þess að reyna að komast aftur á réttan kjöl. hafði hann í örvæntingu gripið til peninga húsbónda síns og tap- að þeim á braski. Þá hafði hann strokið og farið um landið þvert og endilangt á flótta undan lög- reglunni, sem var á hælunum á honum, en að lokum hafði hann látið fyrirberast á hótelinu Har- rogate. Þegjandi rétti Gavin mér blað með nýjustu fréttunum. Þar las ég um endalokin — Orr hafði skotið sig. Á meðan þessu fór fram, sagði Blair, hafði Jean veikzt, og þar sem hún var orðin blásnauð, hafði hún verið flutt á fátækrasjúkrahús. Ég varð að fara undir eins og skoða hana. Angistin skein úr augum vinar míns. Ég hristi höfuðið. Hann elskaði hana enn — heitar en nokkru sinni fyrr. Þó að ég væri við því búinn að sjá nokkra breytingu á fyrr- verandi bekkjarsystur minni, brá mér mjög í brún, þegar ég sá hana. Ástand hennar bor vott um langvarandi ofrejmslu, kvíða og jafnvel misþyrmingar. Hún var mögur og sinnulaus með bauga undir augunum og rauða díla í kinnunum, sem bentu mér á, að ég þyrfti að rannsaka brjóst hennar gaumgæfilega. Ég þekkti hana ekki aftur fyrir sömu stúlku. Þegar ég kom heim, beið Blair þar enn og gekk fram og aftur um gólf. Ég skýrði honum frá því, að Jean væri með lungna- tæringu. Ég var mjög alvarlegur, því að, eins og ég tjáði honum hrein- skilnislega, virtist lítil von um bata í þessu aumlega sjúkra- húsi, þar sem hún dvaldi nú. Nauðsyn krafði, að hún yrði strax flutt á fyrsta flokks sjúkrahús, þar sem hún fengi hvíld, ferskt loft, góða hjúkrun, hollt fæði, yrði blásin og væri stunduð af sérfræðingi. Og auð- vitað hafði hún ekki efni á þessu- Það varð þögn, síðan sagði hann mér rólega, þó að ákefðin dyldist ekki, að gera tafarlaust nauðsynlegar ráðstafanir. Hún mætti ekki vita neitt um milli- göngu hans. En hann kvaðst ætla að standa straum af kostn- aðinum, sem þetta hefði í för með sér. Ég vissi, að hann hafði með erfiðismunum sparað sam- an allmikla upphæð. Mér var einnig kunnugt um, að hann hafði ætlað til Svíþjóðar þetta OKTÓBER, 1954 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.