Heimilisritið - 01.10.1954, Side 11

Heimilisritið - 01.10.1954, Side 11
geima, heldur af því, að eitthvað sérstakt er um að vera, sem lað- ar að — bridge, póker, sýning eða önnur skemmtiatriði. Jafn- vel þó að skemmtiatriðin séu góð, óska of margir gestir daginn eft- ir, að þeir hefðu hvergi farið. Svo þú ættir að byrja gesta- listann á aðlaðandi kvenfólki. ALGENGUR misskilningur er það, að velja fyrst þær mann- eskjur, sem húsmóðirin telur sig skulda eitthvað. Húsmæður, sem hafa fyrir sið að bjóða einungis þeim, sem geta boðið í sam- kvæmi í staðinn, halda jafnan leiðinleg samkvæmi, og gestir verða brátt fáir og alltaf hinir sömu. Slík samkvæmi verða næstum alltaf óþolandi. Það eru engin ný andlit, engar nýjar sögur og engar nýjar hugmyndir. Það er í rauninni ekkert samkvæmi, að- eins ókeypis máltíð. HALDIÐ ekki einungis sam- kvæmi til að skemmta gömlum ■vinum, heldur líka til að eignast nýja. Sama hvar þú átt heima, í nágrenninu eru margar per- sónur, sem þú og gestir þínir myndu hafa ánægju af, ef þið þekktuð þær betur. Bjóddu þess vegna henni fallegu frú Dóru næst og viðfelldna manninum OKTÓBER, 1954 hennar. Auðvitað verðurðu að greiða samkvæmisskuldir þínar, en dreifðu þeim á nokkur sam- kvæmi. Stundum verðurðu að ráða fram úr því, hvort þú átt að bjóða hjónum, ef einungis ann- að þeirra er aðlaðandi'. Látið þá konuna ráða úrslitum. Sé hún æskileg, þá bjóðið þeim, epda þótt maðurinn hennar sé leið.- indaskarfur. ÞAÐ ER ekki erfitt að vera þægilegur meðlimur í hópi. Móð- ir mín kenndi mér eina góða reglu, þegar ég var unglingur. Hún er þessi: Bablaðu ekki um ekki neitt, einungis til þess að halda uppi samræðum. Tal- aðu ekki, nema þú hafir eitthvað að segja. Þar á meðal má nefna spurningar, sem koma öðrum til að annast samræðurnar og hvetja þá til að láta ljós sitt skína. Spyrjið einhvern um hann sjálfan, fjölskyldu hans, verk hans og skemmtanir. Og láttu ekki hugann hvarfla of mikið. Hlustaðu! Hlæðu á viðeigandi tíma, skjóttu inn smá athuga- semdum til að hvetja hann. Má vera að þú talir ekki 100 orð á heilu kvöldi, en með þessu móti getur þú orðið hvatamaður sam- talsins og mjög eftirsóttur. Einn af föstu gestum Stork- 9

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.