Heimilisritið - 01.10.1954, Síða 12

Heimilisritið - 01.10.1954, Síða 12
klúbbsins var háttsettur í utan- ríkisráðuneytinu. Ég vissi ekk- ert um alþjóðastjórnmál, en ég hlustaði á hann og skaut inn 1: „Auðvitað, það er eina lausnin“. Og: „Hvað verður næst?“ Einu sinni sagði ég bara út 1 hött: „En hvað um Afghanistan?11 í næstu 15 mínútur sagði hann mér frá Afghanistan. Á leiðinni út mætti hann öðrum kunningja mínum, og sagði í aðdáunartón: „Það er alveg furðulegur maður þessi Billingsley. Þú myndir ekki trúa, að veitingahúseigandi væri svóna vel að sér í nútímapóli- tík.“ HVAÐ um stærð samkvæmis- ins? Því fleira fólk, því auðveld- ara fyrir hvern og einn að finna hæfilegan félaga. Og það er örf- andi að vera í fjölmennum hóp. Ef þú hefur aðeins fáa gesti í stórri stofu, þá láttu þá sitja nálægt hverjum öðrum. Engum líður verulega vel í hálftómri stofu, veitingasal eða leikhúsi. ÞÝÐINGARMESTA andar- takið fyrir gestina, einkum fyr- ir þá, sem fáa þekkja, er þegar þeir koma inn. Einhver verður að vera til staðar til að bjóða þá velkomna og kynna þá öðr- um. Húsráðendur ættu að setja einhvern í sinn stað, þegar hann eða hún þurfa að víkja sér frá til að ná í drykkjarföng eða líta eftir, hvað sé að brenna í eld- húsinu. Heilsaðu hverjum gesti með nafni. Ef þú hefur efni á, þá gefðu hverjum karlmanni rós, og hverjum kvenmanni gardeníu. Þetta skapar strax með gestun- um þá þægilegu tilfinningu, að þetta sé vissulega alveg sérstakt samkvæmi. Kynntu fólkið fljótt, en segðu ekki aðeins: „Frú Jónson, má ég kynna herra Jón Jónsson.“ Seg- ið fólkinu eitthvað hvert frá öðru — það sakar ekki að gefa í skyn, að þessi eða hinn sé merki- legri persóna, en hann í raun- inni er. Leitaztu við að koma saman fólki með sameiginleg áhuga- mál, með því að segja til dæmis: „Þið eruð bæði úr sömu sveit,“ „Þið hafið bæði áhuga fyrir leik- list,“ eða eitthvað á þessa leið, eftir því sem við á. Dreifðu gestunum og láttu þá blandast. Láttu stólana standa þannig, að ekki verði fleiri en þrír eða fjórir saman. Því fleiri stólar, því betra. Þegar gestimir verða alltaf að húka á sama stað, lognast samkvæmið venjulega útaf. GÓÐUR gestgjafi er sá, sem 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.