Heimilisritið - 01.10.1954, Side 23
„Ekki finnst diskunum það.“
,JÉg meina það í alvöru, Anna.
Þú ættir að fara meira út og
sjá þig um. Hitta fólk og
skemmta þér!“
„Elskan, þú veizt, að við höf-
um ekki efni á að hafa húshjálp.
Það er hræðilega dýrt.“
En einn góðan veðurdag var
Jónatan gerður að meðeiganda
í málflutningsfirmanu, þar sem
hann starfaði, og hann kom heim
og sagði: „Ég hef gjöf handa
þér.“
„Dýra- jurta- eða steinarík-
ið?“
,.Dýraríkið,“ sagði Jónatan.
Anna gat upp á öllu, allt frá
hundum og köttum til gullfiska.
Þegar Jónatan sagði henni, hvað
það væri, hló hún. „Það verður
sannarlega kraftaverk, ef við
getum fengið hana.“
Þau gengu að því með oddi og
egg. Þau hringdu til ráðningar-
stofu. Þau settu auglýsingar í
biöðin. Jafnvel Mike bætti við
kvöldbænina sína — „góði guð,
viltu ekki senda okkur ráðs-
konu,“ bað hann.
Þegar frú Engel kom, héldu
bæði Jónatan og Anna niðri í
sér andanum.
„Ef hún heitir Engill,“ sagði
Mike, „þá hefur guð heyrt bæn
mína. Og nokkru seinna, þegar
frú Engel hafði afráðið að verða
hjá þeim, sagði Anna: „Já, þetta
var sannarlega kraftaverk.“
En það voru enn tveir dagar
til þriðjudagsins, og Mike stóð
við rúmið þeirra.
„Ég er svangur,“ endurtók
hann.
„Farðu á fætur og gefðu syni
þínum morgunmat,“ sagði Jóna-
tan.
„Syni mínum? Þú munt eiga
helminginn af honum.“
„Ekki þann helming, sem
verður svangur á sunnudags-
morgnum,“ sagði Jónatan.
Hið innilega samlíf Jónatans,
Önnu og Mike varð enn nánara,
þegar þau hópuðust öll inn í
baðherbergið.
„Það er álíka mikið einkalíf
hér og á járnbrautarstöð,“ sagði
Anna. „Af hverju kaupirðu þér
ekki rafmagnsrakvél og rakar
þig frammi í stofu?“
„Afi minn sagði alltaf, að stað-
ur konunnar væri eldhúsið,“
svaraði Jónatan.
„Afi þinn! Hann hefur ver-
ið------“
„Mike, þú ættir að fara út,
mamma ætlar að fara að tala
ljótt!“
Mike hló, og Jónatan skrifaði
„Ég elska þig“, á döggvaðan
spegilinn. „Góðan sunnudag,
elskan,“ sagði hann.
Anna tyllti sér á tá og kyssti
OKTÓBER, 1954
21