Heimilisritið - 01.10.1954, Page 24

Heimilisritið - 01.10.1954, Page 24
hann á ' nefbroddinn. „Þú ert kjáni,“ sagði hún. Hjónaband þeirra var gott. Sunnudaga og alla virka daga. Það var eins og að aka í renni- braut. Það gekk upp og niður hjá þeim, en þau skemmtu sér alltaf. Þau töluðu við þjóna í veitingahúsum og ókunnugt fólk í járnbrautinni — og þau töluðu mikið hvort við annað. FRÚ ENGEL kom stundvís- lega klukkan tíu á þriðjudags- morguninn. Mike horfði á hana með mikilli lotningu, þegar hann lauk upp. Hún stóð úti fyrir með litla svarta tösku í annarri hendi og lítið ferðaútvarpstæki í hinni. Frú Engel var stór, blómleg kona með broshrukkur kringum augun. Hárið var næstum hvítt, en það var glaðlegt blik í aug- um hennar. Anna fylgdi henni upp í herbergi hennar. „Nú skul- uð þér ekki hafa áhyggjur af neinu fyrstu dagana, það tekur yður dálítinn tíma að venjast hlutunum.“ „En sú fjarstæða!“ sagði frú ZEngel. „Ég hef fengizt við hús- störf í þrjátíu ár. Ég gæti fund- :ið alla hluti í eldhúsi með bund- að fyrir augun.“ Jónatan hringdi til Önnu eftir hádegið. „Er hún komin?“ „Já,“ hvíslaði Anna, „og ég held hún sé perla.“ ,Perla?“ „Já, þú skilur, kjánapeysan mín. Þær gera allt svo dásam- lega, þú skilur: morgunverð í rúmið. Með rós á bakkanum og ristuðu brauði, sem snarkar í.“ „Hvernig líður Mike?“ „Ágætlega. Hann kallar hana Engil og heldur því fram. að hún hafi komið af himnum.“' UM kvöldið, þegar Jónatan kom heim, rak hann upp sitt venjulega Tarzanöskur, sem ætíð gerði Mike frá sér numinn af kæti. Það var eins konar merki þeirra í milli. Anna kom hlaupandi og hvísl- aði: „Jónatan, fyrir alla muni!“ „Hvað er að?“ spurði hann. „Hver sefur?“ Anna benti fram í eldhúsið. „Hún skilur máske ekki--------“ „Ætti ég líka að taka af mér skóna?“ hvíslaði Jónatan á móti. „Ég vil ógjarnan trufla hana.“ Sem svar kyssti Anna hann og kleip svo fast í vinstra eyma- snepilinn á honum, að hann æpti: „Æ-æ-æ!“ Kvöldverðurinn var prýðileg- ur. Nautasteikin var alveg eins og hún átti að vera, brún að ut- an og rauð að innan. Hrísgrjón- in voru hvít og þurr. Og þegar 22 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.