Heimilisritið - 01.10.1954, Side 32
Engel horfin, einmitt þegar hún
þurfti hennar mest við.
Eldhúsið var fullt af óhrein-
um borðbúnaði eftir hádegis-
verðinn, pottar og pönnur og
pakkarnir, sem hún hafði kom-
ið með heim. Anna vissi ekki,
hvar hún átti að byrja eða enda.
Hún hugsaði beisklega til síð-
ustu orða frú Engel- „Þér skul-
uð ekki hafa áhyggjur af neinu.
Allt skal verða gott.“ Það var
langt frá því, að allt væri gott.
KLUKKAN fimm, þegar Jóna-
tan kom heim, faniist Önnu enn,
sem hún gengi í þoku. Hún hafði
þvegið upp, en lítið annað. Af
einhverri ástæðu hafði hún ekki
fengið sig til þess. Henni voru
mislagðar hendur, og þegar hún
svipaðist um eftir einhverju,
fann hún það ekki.
Jónatan tók strax eftir, að
eitthvað var að.
„Veiztu hvað klukkan er?“
spurði hann.
„Ekki vel--------“ sagði Anna.
„Hvar er frú Engel?“ spurði
hann.
Anna hristi höfuðið. „Hún er
farin. Horfin. Ég veit ekki, hvað
komið hefur fyrir hana.“
„Hún er farin aftur til himna,“
sagði Mike stríðnislega. „Hún
hefur fundið "vængina sína og
flogið burt.“
„Og Humberfield kemur
ekki seinna en klukkan sjö,“
sagði Jónatan.
Hann fór úr frakkanum, gekk
fram í eldhúsið og byrjaði að
taka upp bögglana. sem Ar.na
hafði komið með heim. Hann
tók salatið og skar það niður.
Áður en frú Engel kom, annað-
ist Jónatan ætíð um salatið.
Næstum ósjálfrátt tók Anna
kjötið og bjó það á steikarpönn-
una.
„Hvar er sítrónan?“ spurði hún
annars hugar.
Jónatan tók sítrónu og velti
til hennar. „Sítróna kemur upp!“
hrópaði hann. Nú var fjör og
kæti í rödd hans.
Og svo — með augun á klukk-
unni — matreiddu Anna og
Jónatan í sameiningu kvöldverð-
inn handa Humberfield. Meðan
þau sýsluðu við það fór Jónatan
að blístra og ósjálfrátt tók Anna
undir. Loksins gerðu þau eitt-
hvað í sameiningu á ný.
Þegar Anna gekk yfir gólfið,
rakst hún á Jónatan. Hann sneri
sér við og leit á hana. Augu þeirra
mættust, og snöggvast var sem
þau töluðu saman án orða. En
þau sögðu: „Við elskum hvort
annað og þörfnumst hvors ann-
ars. Lífið er þá aðeins skemmti-
legt, þegar við erum saman. og
vinnum saman.“
30
HEIMILISRITIÐ