Heimilisritið - 01.10.1954, Síða 33

Heimilisritið - 01.10.1954, Síða 33
Og brátt tók kraftaverkið að gerast á ný. ,,Heyrðu, Anna, elskan mín, mér er alveg sama hvort þú kannt að búa til eplasteik eður ei,“ sagði hann. „Og ég hef ekkert á móti því að þvo upp, þegar þú ert til að þurrka,“ svaraði Anna mjúkri og blíðri röddu. Þau fóru að hlæja, og allt í einu var eldhúsið fullt af ham- ingju á ný. Jónatan tók Önnu í faðm sér, og þau kysstust. Mike kom fram úr jstofunni, þar sem hann hafði lagt á borð- ið. „Hæ, ég hélt við ættum að fá mat,“ sagið hann. Jónatan sleppti Önnu og rak upp Tarzan-öskur. Það var hæsta öskur, sem Mike hafði heyrt. Það var eins og Jónatan vildi bæta fyrir öll þau öskur, sem hann hafði vanrækt síðustu vik- urnar. Anna sneri sér undan. Hún náði í vasaklút og þurrkaði tár- in, sem héngu á augnahárum hennar. . „Hvað er að mömmu?“ spurði Mike. „Af hverju grætur hún?“ „Veiztu ekki, að mamma þín grætur ævinlega, þegar hún sker lauk?“ svaraði Jónatan. ..Afi minn sagði alltaf-----“ Anna brosti í gegnum tárin. „0, þú með þinn afa!“ sagði hún. „Ég efast um, að þú hafir nokk- urn tíma átt afa.“ HUMBERFIELD sagði, að þetta væri bezti kvöldverður, sem hann hefði smakkað í háa herrans tíð. Anna ljómaði, og Jónatan sagði: „Já, Humber- field, við höfum líka beztu mat- reiðslukonu landsins.11 Seinna um kvöldið, er þau voru að hátta, fann Anna miða frá frú Engel. Hann lá á kodd- anum undir sængurteppinu. Kæra frú Karlby. Mér þykir leitt að yfirgefa yður á þessari stundu, en ég hef frétt, að systir mín í New York væri mikið veik. Ég er hrædd um, að ég geti ekki komið aftur. P.S. Ég veit, að þið spjarið ykkur sameiginlega án mín. Frú Engel. „Þetta er merkilegt,“ sagði Anna. „Ég er viss um, að hún á enga systur. Fyrsta daginn sagði hún mér, að hún ætti enga ætt- ingja hér á landi.“ Jónatan tók Önnu í faðm sér. Hann ætlaði að segja eitthvað, en svo leit hann í augu henni og vissi, að þau skildu þetta bæði. Og þau vissu líka, að frú Engel hafði skilið það á undan þeim. OKTÓBER, 1954 31

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.