Heimilisritið - 01.10.1954, Síða 35

Heimilisritið - 01.10.1954, Síða 35
EINSONGVARINN Gamansaga eftir rjóh XI' var maðurinn minn kom- inn í karlakór. Eg varð því satt að segja fegin. Áður hafði hann riefnilega verið innilega interess- aður laxveiðimaður, sem varla hafði talað um annað en lax- veiðar allan ársins hring, við allar máltíðir og i öllum veizl- um. Og auðvitað hafði hann alltaf misst stærsta laxinn. X'ú bjóst ég við að þetta laxa- hjal hans mundi minnka og það gerði það líka. Hann ior að tala um tónlist af mikiUi þekkingu og ég og krakkarnir skildum sýnu minna í því. Hann talaði um mikil og óskiljanleg tón- skáld: Beethoven og Bizet eða Jón Leifs. Hann hafði alltaf ver- ið lagviss og raulað laglega með sínu nefi, en nú söng hann í tíma og ótíma, lög og lagaparta, mest- megnis af því taginu, sem mað- ur skrúfar umsvifalaust fyrir, ef það er í útvarpinu. En það eru ekki margar konur nú á dögum, sem geta skrúfað fyrir eiginmaun sinn, sjálfan heiiriilisföðurinn. En þetta átti eftir að versna mikið við það að söngstjórinn í kórnum hans, „Eljúgandi fálk- ar“, slysaðist til að ákveða að maðurinn minn skyldi syngja einsöng í laginu „Vindgangur á Vatnsleysuheiði“ eftir tónskáld, sem kallaði sig Beljanda Þrumu- geirs. 011 heimilisgæfa virtist leika á bláþræði. Allt varð að þoka fyrir söngæfingum húsbóndans. En ])ar sem fremur þröngt var í íbúðinni lijá okkur gafst hon- um helzt tækifæri og næði til að æfa sig í baðherberginu, sem OKTÓBER, 1954 33

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.