Heimilisritið - 01.10.1954, Page 36

Heimilisritið - 01.10.1954, Page 36
jafnframt. var salerni og gátu langar söngæfingar þar valdið öðrum fjölskyldumeðlimum til- finnanlegum óþægindum. En hvað þolir maður ekki fyrir list- ina. Einn morgun gerðist ískvggi- legur atburður í baðherberginu. Húsbóndinn hafði æft sig a. m. k. heilan stundarfjórðung með mikhun ákafa, enda þótt undar- legum hljóðum brygði fvrir öð'ru hverju. En allt í einu endaði söngurinn í hræðilegu hóstakasti og korri. Eg og dóttir mín hlup- um í dauðans ofboði að baðher- bergisdyrunum, sem voru ólæst- ar ti! allrar hamingju. Þarna stóð heimilisfaðirinn, faðir barn- anna minna, í skelfilegu ástandi, studdst við þvottaskálina þrút- inn og eldrauður framan, stóð' á öndinni og kom engu orði upp. Eg gat stutt hann inn í rúm, enda þótt hann streittist á móti, en telpan hringdi í þrjá lækna og' var einn þeirra kominn eftir 4 mínútur, og var þá kastið lið- ið hjá og maðurinn úr bráðri lífshættu. Ekki vildi hann gefa lækninum neinar skýringar á þessu sjúkdómstilfelli og neitaði harðlega að þiggja meðul. Þegar læknirinn var farinn skýrðist þetta samt allt. Hann hafði sem sé verið' að bursta tennurnar, en gætti þess ckki fyrir söngákaf- anum og svelgdist svo á tann- kreminu. Hann hefur alltaf verið börn- unum okkar góður faðir. En um haustið, þegar eldri drengurinn okkar kom úr sveitinni, reiddist faðir hans honum svo, að ég hélt að hann mundi berja drenginn. Þeir voru báðir inni í stofu og faðirinn auðvitað að æfa söng. Þegar hlé varð' á, sagði drengur- inn undrandi: „Pabbi, veiztu bara, þessi hljóð eru alveg eins og þegar graðfolinn frá Godda- stöðum komst í stóðið þar sem ég var í sumar.“ Faðirinn sef- aðist við fortölur mínar, en brýndi alvarlega fyrir syni sín- um að umgangast listina með tilhlýðilegri virðingu. Svo fóru nágrannarnir að valda erfiðleikum. Húseigand- inn hótaði að bera okkur út úr húsnæðinu og balreiðir nágrann- ar réðust inn með skönunum fyrir hávaða í íbúð okkar á 'ólík- legustu tímum. Svo hringdi sóknarpresturinn til mín einn góðan veðurdag. „Góðan og blessaðan daginn, frú Tngvehlur mín,“ sagð'i hann. „Góðan daginn, séra Páll“ sagði ég. „Er maðurinn vðar heima, frú Tngveldur mín góð?“ „Nei, því miður, séra Páll.“ 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.