Heimilisritið - 01.10.1954, Page 38
síðasta handtakið. Þrótt fyrir
allt þetta komum við stundar-
fjórðungi of snemma til sam-
komuhússins, sem syngja átti í.
Konsertinn byrjaði með pomp
og pragt. En ég vissi ekki hvað
gerðist. Eg var óstyrk.
Svo kom að laginu, sem mað-
urinn minn átti að syngja ein-
söng í, og hann steig fram úr
röðinni, laglegur og myndarleg-
ur og alveg náfölur. Röddin skalf
í fyrstu, en jvo iagaðist það, og
ég held, að hann hafi ekki sung-
ið neitt illa. Kannske ætlaði
þetta að fara sæinilega.
En þá gerðist þetta . .. þetta
skelfilega, og mér rehnur enn
kalt vatn milli skinns og hör-
unds þegar ég hugsa um það.
Lagið „Vindgangur á Vatns-
leysuheiði" stígur mjög hátt á
einum stað. Þegar tónninn stóð
sem hæst var eins og gripið væri
fyrir kverkar söngvaranum. Svo
greip harin fyrir brjós sér og gaf
frá sér sársaukastunu. ]\largar
hendur gripu hann og leiddu
hann lit.
Þegar ég komst bak við svið-
iö'. bjóst ég við að vera orðin
ekkja. En þar sá ég manninn
minn bráðlifandi, en ef til vill
orðinn vitstola. Hann baðaði út
öllum skönkum og ruddist til
dyra. Ég elti hann auðvitað og
einn af nánustu kunningjum
lians, sem hafði þarna bíl, ók
okkur heim. Ekki var sagt orð
frá vörum. En þegar heim kom
hófst sú erfiðasta stund, sem ég
hef átt í hjónabandi mínu. Þá
munaði litlu að það hryndi í
rúst. En hjónaband okkar var á
bjargi byggt og stóðst ráunina
um síð'ir.
Orsök þessa skelfilega atburð-
ar á konsertinum var sú, sem nú
skal greina. Þegar maðurinn
minn þandi út brjóstið í háa tón-
inum, fann hann til ægilegs sárs-
auka, neðanvert við þind. I ó-
sköpunum þegar ég var að festa
silkibandið í kjólinn hans áður
en við fórum að lieiman, hafði
ég gleymt þar nálinni.
Nú er maðurinn minn hættur
_að tala 11111 söng. Nú talar hann
bara um lax.
Já,
gerðu
svo vel,
hérna er þrí-
hyrningur, sem
inniheldur hvorki
fróðleik né gaman-
efni. En það er samt
staðreynd, að þótt hann
feli ekki í sér neitt sér-
stakt efni, þá hefur hann
samt freistað þín til að lesa
þetta langt, og jafnframt .tákn-
ar það. að þú hefur lesið liann
allan, — alveg til síðasta orðs.
36
HEIMILISftlTIÐ