Heimilisritið - 01.10.1954, Page 45

Heimilisritið - 01.10.1954, Page 45
um bólusetningu jafnvel verið íelld úr gildi í sumum fylkjum Bandaríkjanna. Bólusótt hefur verið til í Ind- landi frá fornu fari, og merki hennar hafa fundist á smurn- ingum í Egyptalandi þrjú þús- und ára gömlum. Hinar seinu samgöngur fornaldarinnar gerðu J>að að verkum, að sjúkdómur- inn breiddist ekki mjög út. Ferðamaður, sem tók bólusótt- ina í Egyptalandi, var annað hvort dauður eða þá úr smit- hættu, áður en hann kæmist til Evrópu. Bólusótt komst aldrei til Grikkalnds eða Rómaborgar á tímum hinnar klassísku menn- ingar þessara ríkja. Til Evrópu kom hún fyrst á tíundu öld. Enn liðu fimm aldir, unz hún hafði náð mikilli útbreiðslu þar. Hin fyrsta mikla bólufarsótt í Lund- unum yar árið 1628. Er bólusótt hafði náð sér niðri í Evrópu, kom fljótt í ljós að hún fór ekki í manngreinarálit. Nefið á Karli IX. Frakkakon- ungi varð svo illa útleikið af ból- unni, að svo virtist sem hann hefði tvö nef. Lúðvík XIV. fékk veikina sömuleiðis, og Lúðvík XV. dó úr henni. María II. Eng- landsdrottning dó úr bólusótt 1694. Á næstu öld eftir dauða hennar dóu 60 miljónir manna í Evrópu úr bólusótt. Um leið og sagnaritarinn Macaulay getur um fráfall drottningar, lýsir hann svo þeim usla, er bólusótt- in gerði: „Sjúkdómur þessi, sem vísind- in hafa síðar unnið á marga og dásamlega sigra, var hinn ógur- legasti sendiboði dauðans. í pestinni (Svartadauða) hafði mannfallið verið miklu óðara, en pestin hefur ekki höggið strandhögg hjá oss nema einu sinni eða tvisvar í tíð núlifandi manna. Bólusóttin var stöðugt að verki, — fyllti kirkjugarðana líkum og hélt þeim, er ennþá höfðu sloppið, í stöðugri skelf- ingu. Þeir, sem lifðu, báru hin hræðilegustu merki sjúkdóms- ins. Smábörn urðu að umskipt- ingum, sem mæðurnar hryllti við, og andlitssvipur ungmær- innar varð andstyggð í augum unnustans. í árslok 1694 lagðist þessi pest óvenjulega þungt á. Hún barst loks til hallarinnar, og hin unga og blómlega drottn- ing sýktist þegar. Hún tók hætt- unni með stakri hugprýði og sál- arþreki, og gaf skipun um, að sérhver af hirðmeyjum hennar og þjónustuliði, — já, jafnvel hin lægst setta vinnukona, — sem hefði ekki fengið bólusótt, skyldi þegar flytja brott úr Ken- singtonhöll.“ (Frh.) OKTÓBER, 1954 43

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.