Heimilisritið - 01.10.1954, Qupperneq 46
FUGLAR OG FERFÆTLINGAR
Maður nokkur, sem átti dálítinn
dýragarð, var eitt sinn spurður, hversu
margir fuglar og hversu margir fer-
fætlingar væru í garðinum hans. Flann
svaraði:
,,Það cru 36 höfuð og 100 fætur í
dýragarðinum."
Gcturðti fundið út, hversu margir
fuglarnir voru og hversu margir fer-
fætlingarnir?
TAKTU BURT —
OG LEGÐU SAMAN
Geturðu tekið burt níu af tölunum
hérna fyrir neðan, svo að samlagningar-
útkoman verði 1111 ?
iii
3 3 3
5 5 5
7 7 7
9 9 9
LESTRARMERKI
I þessa setningu vantar lestrarmerki:
Það var og sagði ég ekki eða
Hvcrnig seturðu þau, til þess að hún
verði skiljanleg?
FRÆGAR SÖGUHETJUR
Hér cru nöfn á fimm frægum sögu-
hetjum, scm skapaðar liafa verið í saka-
málasögum:
1. Poirot.
2. Dupin.
3. Wimsey.
3. Faðir Brown.
5. Sherloch Holmes.
Nú er spurningin: Hvaða rithöfund-
ur skapaði hverja sögupersónu fyrir sig?
GREINARMERKI
Eftirfarandi setning var skrifuð af
manni, sem var síður en svo góður £
greinamerkjasc tningu:
„Þá kom lávarðurinn inn á liöfðinu,
hafði hann hvítan hatt á fótunum, stóra
og gljáandi skó á enninu, myrkt óveður-
ský í hendinni, göngustaf í augunum,
illilega bliku þcgjandi“.
Nú geturðu spreytt þig á að flytja
kommurnar á rétta staði.
TALNAÞRAUT
Hvernig geturðu skrifað töluna 24
nieð þremur samskonar tölustöfum, án
þess þó að nota tölustafinn 8?
SPURNIR
1. Hvað hefur krabbinn marga fæt-
ur?
2. Hver er meðalaldur svanarins?
3. Hvað er finnska orðið yfir Finn-
land?
4. Hvað hcitir enski ríkiserfinginn?
5. Hvað heitir stærsti fjallgarðurinn í
a) Norður-Ameríku b) Suður-
Ameríku? (Svör á bls. 32)
44
HEIMILISRITIÐ