Heimilisritið - 01.10.1954, Qupperneq 53
Morðið
í svefnherberginu
ÞAÐ GAT EKKI hjá því far-
ið, að borgarbúar fylltust skelf-
ingu morguninn 5. júní 1935,
þegar þeir fréttu, að einn mæt-
asti samborgari þeirra hefði ver-
ið myrtur. Ellington Breese,
stofnandi og stjórnandi hiris
þekkta fyrirtækis Efnavöruverk-
smiðja Fíladelfíu, hafði verið
myrtur með eiturgasi í svefnher-
bergi sínu um nóttina.
Rannsóknir lögreglunnar
leiddu eftirfarandi í ljós:
Miðaldra blökkumaður, sem
hafði verið þjónn á heimili
Breeses um margra ára skeið,
uppgötvaði ódæðið fyrstur. Hann
var vanur að vekja húsbónda
sinn klukkan átta á hverjum
morgni, en þennan morgun kom
hann að Breese dauðum í rúmi
sínu. Lögreglan var samstundis
kölluð á vettvang. Á arinhill-
unni í svefnherberginu fann lög-
reglan glerflösku, sem tók um
það bil einn lítra. Tappinn úr
henni fannst hvergi. Þetta var
flaska af þeirri gerð, sem algeng
er í öllum efnarannsóknarstof-
um. Efnafræðingar lögreglunn-
ar álitu, að tveimur tilteknum
vökvategundum hefði verið hellt
í flöskuna og eiturgasið mynd-
azt, er vökvarnir blönduðust
saman. Þeir töldu, að eiturgasið
hefði fyllt herbergið á örskömm-
um tíma. Engin athugaverð
fingraför fundust í svefnher-
berginu.
Þó að báðir svefnherbergis-
OKTÓBER, 1954
51