Heimilisritið - 01.10.1954, Side 55

Heimilisritið - 01.10.1954, Side 55
andann í rúminu, en ekki verið lagður þar eftir andlátið. Eftir nokkra rannsókn taldi lögreglan sig geta fengið úr því skorið með óyggjandi vissu, hvor þeirra Walters eða Boardmans vseri morðinginn, ef takast mætti að færa sönnur á það, hvenær eiturgasið fór að streyma út í herbergið. Boardman einkaritari hafði verið hjá Breese, 1 svefnherbergi hans, þangað til klukkan rúm- lega hálf tólf kvöldið 4. júní. Breese hafði legið rúmfastur undanfarna daga og þess vegna varð Boardman að taka persónu- lega við ýmsum fyrirmælum húsbónda síns á heimili hans, ■eða í svefnherbergi hans nánar tiltekið. Boardman kvaðst hafa þurft að fara aftur inn í svefn- herbergi húsbóndans, til þess að má í skjalatösku, sem hann hefði gleymt. Þegar hann hafði tekið töskuna, kvaðst Boardman hafa slökkt ljósin í svefnherberginu eftir ósk Breeses, boðið góða nótt og lokað á eftir sér. Hann áleit að klukkuna hefði þá vantað hortér í tólf og sagðist þá hafa iarið rakleitt heim til sín. Þetta bar saman við framburð frú Grews, en svo hét ráðskona Breeses, sem verið hafði á heim- ili hans frá því hún var í æsku. Herbergi frú Grews var á ann- arri hæð hússins, eins og svefn- herbergi Breeses, og kvaðst hún hafa mætt Boardman í stigan- um. Tveir menn, sem bjuggu á sömu hæð og Boardman, stað- festu, að hann hefði komið heim til sín um miðnætti, en kváðust ekki geta borið um það, hvort hann hefði farið út aftur. Walters hafði komið frá Wash- ington klukkan eitt um nóttina, en það var miklu fyrr en búizt hafði verið við. Frú Grew varð komu hans vör og fór á fætur til þess að vita, hvort hann van- hagaði ekki um eitthvað. Walters kvaðst ekki vera svangur og ætla beint í rúmið. Hann spurði um líðan móðurbróður síns, og frú Grew sagði honum, að Bo- ardman hefði verið hjá honum fram undir miðnætti, svo að hann væri sjálfsagt að verða frískur aftur. Walters kvað það gleðja sig og fór svo til herberg- is síns, en það var á þriðju hæð. Frú Grew, sem var dálítið gigtveik, fór þá aftur inn til sín, háttaði og fór að lesa. Hún kvaðst halda, að hún hefði ekki sofnað fyrr en um hálf þrjú. Frá þeim tíma og þangað til morðið var uppgötvað, voru þeir Walters og Boardman einir til frásagnar um verustaði sína og athafnir. í stuttu máli sagt: Lögreglan OKTÓBER, 1954 53

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.