Heimilisritið - 01.10.1954, Síða 57

Heimilisritið - 01.10.1954, Síða 57
ÓPERUÁGRIP XVIII. Lohengrin Ópera í þremur þátium eftir Richard Wagner. Texti eftir sama. Fyrst leikin í Weimar 1850. PERSÓNUR,: Hinrik I., konungur Þýzkalands .... Bassi Lohengrin .................... Tenór Elsa af Brabant ............. Sópran Friedrich Telramund, greifi af Brabant ................ Bariton Ortrud, kona hans ...... Messósópran Staður: Við Schelde. Tími: Tíunda öld. N I. þáttur Hinrik konungur er kominn til Brabant til að' sameina ætt- kvíslirnar þar gegn innrás Ung- verja, en verður þess þá vísari, að fylkið er stjórnlaust. Gott- fried, sonum látna hertogans, er horfinn og Telramund, sem ver- ið hefur ríkisstjóri fyrir Gott- fried, sem var undir lögaldri, krefst hertogatignarinnar, knú- inn fram af Orstrud, konu sinni. Hann ákærir Elsu, dóttur látna hertogans, fyrir að hafa myrt Gottfried, bróður sinn. Konung- UTÍnn kallar Elsu fyrir sig, en hún neitar ákærunni og lýsir sig reiðubúna að leggja málefni sitt undir Guðs dóm í 'einvígi. Hún nefnir sem verndara sinn ridd- ara einn, sem liún hafi séð í draumum sínum. „Draumur Elsu“. Tvisvar hafa lúðrar verið þeyttir og Elsa hefur kropið í bæn, þegar riddarinn kernur í bát, sem svanur dregur. Hann stígur á land („Svanurinn góði, þökk sé þér“) og lýsir því yfir, að hann sé kominn til að vernda Elsu, en biður hana að spyrja sig hvorki hver hann sé né hvaðan liann sé. Hann sigrar Telra- mund, en þyrmir lífi lians, og biður síðan Elsu sér til konu. Hún játast honum og allir fagna nema Ortrud og Telramund, sem hafa verið gerð útlæg. II. þáttur Hallargarðurinn og dómkirkj- an, nóttina fyrir brúðkaupið. Ortrud og Telramund koma inn tötrum búin. Telramund er bug- aður af óláni sínu, en Ortrud eggjar hann á að reyna að ná aftur því, sem hann hefur tap- að. Elsa kemur nú út á liallar- OKTÓBER, 1954 55

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.