Heimilisritið - 01.10.1954, Qupperneq 60
ina, buxurnar límdust viö mig, og þær
voru ískaldar. Linda tók fötin mín og-
stóð upp líka. Við gcngum öll þrjú
heim að húsinu.
„Hálsinn á honum var brotinn, eins
og þér víst vitið,“ sagði Jóscfína mér.
„Eg þori að vcðja um, að það hefur
einhver ýtt honum þarna niður." Hún
gekk við hlið mér og bcindi tali sínu
einungis að mér. „Ég hef séð hann áð-
ur hérna í sveitinni. Það hefur Jói líka.
Það var Jói, sem fyrst sagði mér frá hon-
um. Ég sá hann í tvö skipti. í annað
skiptið mitti ég honum á^vegi rnínum.
Mér var alveg sama, þó að það væri að
kvöldlagi. Sá maður er ekki fæddur enn-
þá, sem getur gert mig hrædda. Ég
bauð honum gott kvöld, og hann end-
urgalt hæversklega kveðju mína. Hann
var ósköp kurtcis, það mátti hann eiga.
Það eru líklega tvær eða þrjár vikur síð-
an,“ bætti hún við.
Jósefína nam staðar, grcip í hand-
legginn á mér og kom með munninn
fast upp að eyranu á mér. Linda beið.
„Ég sá hann í annað skiptið núna
í nótt,“ sagði hún. „Ég sá hann úti í
garðinum. Hann var að tala við gömlu
frú Taylor. Það var fullt tungl, svo það
var bjart úti. Það er ótrúlegt en samt
satt, en ég á mjög bágt með svefn, þeg-
ar tungl er fullt. Svo mikið er víst, að
ég sat við gluggann og braut heilann
um lífið. Það geri ég oft. Það er hollt
fyrir sálina."
Linda kom til okkar og tók í hinn
handlegginn á mér og hlustaði líka.
„Og ég sé :ágætlega, Patridge," hélt
Jósefína áfram. „Það hefur aldrei verið
neitt að augunum í mér. Ég hef alltaf
verið hraust á sál og líkama. Ég veit,
að þetta var hún frú Taylor, og ég veit
líka, að þetta var gamli sóðalegi maður-
inn, sem nú liggur þarna í kjallaranum.
Þau voru að tala saman. Ég sá hvíthærð
höfuð þeirra beggja. Og þér vitið, hvað
hvítt er alltaf áberandi í tunglsbirtu, er
það ckki?“
Það vissi ég.
„Jæja, ég hafði auga með þcim. Mig
grunaði ekki, hvað þau voru að tala
um, og mig varðaði heldur ekki vitund
um það, cn ég leit ckki af þeim. Þau
stungu saman nefjum svo nálægt hvom
öðru, að þau voru cjns og tvær ettur í
sama belg, og munnurinn gekk í sífellu
á þeim báðum. Ég sá líka meira en
það.“
Jósefína sleppti handleggnum á mér,
strauk pilsið og lagði vísifingurinn við
hliðina á nefjnu á sér.
,,Eg sá Edda líka,“ sagði hún.
„Hvað segirðu?"
„Já. Hann lá í felum í háa grasinu.
Ég held að þau hafi ekki séð hann. Það
varð að minnsta kosti ekki séð á fram-
komu þeirra. Pyrst tók ég eftir hreyf-
ingu á grasinu og svo kom ég auga á
o o o o o
Edda. Þið megið reiða ykkur á, að snáð-
inn sá er á glapstigum. Og því fyrr, sem
hann er látinn á hcimili fyrir vandræða-
börn, því betra fyrir okkur öll. Ykkur
er óhætt að tnáa því, að hann veit meira
en honum er hollt að vita, um það sem
gerðist í nótt. Ég veit vel, að ég er ekki
annað en ráðskona, en heimsk er ég
ekki. Viljið þið vita, hvað ég hcld? Ég
held, að það sé Eddi; það er það, sem
ég held.“
„Hvað eigið þér við með því?“ ósk-
aði ég að fá að vita.
„Að strákhvolpurinn hafi ekki aðeins
myrt Daisy Vane, en að hann hafi einn-
ig gert út af við gamla manninn í kjall-
arakompunni. Og vitið þið, hver ég
hcld, að standi á bak við þetta allt?“
Jósefína hallaði undir flatt og beið þess,
að ég spyrði hana.
Ég spurði hana.
„Móðir hans,“ svaraði hún.
58
HEIMILISRITIÐ