Heimilisritið - 01.02.1957, Side 10

Heimilisritið - 01.02.1957, Side 10
urinn, ekki daðrandi í vinnu- tíma. Farið og stingið höfðinu í poka!“ Bátsfarþeginn gnísti tönnum áf bræði. Sebastian Pipejoy, dapurlegur á svip, byrjaði að snúa kænunni, og Bill tautaði: „Það er allt í lagi. Sá gamli er Pipejoy for- maður, og hann er góðkunningi minn —“ „Bölvaður afglapinn!“ hvæsti Celia. „Sebastian gamli er ekki formaður! Það er þessi hroða- lega stríðsexi — Prunelle Pipe- joy formaður — systir hans —!“ „Ha?“ Bill saup hveljur. — „Heilagur Jósafat — það er úti um mig —“ En Celia kallaði ákaft til Se- bastians, — talandi annarlega tungu. Sebastian kinkaði kolli. Kænan byrjaði að rugga . . . „Flýttu þér, Bill!“ sagði Celia. Hin dramatíska og áhrifa- mikla björgun Prunellu Pipejoy formanns, af Bill strandverði, er ennþá óbirt saga — samkvæmt eindreginni kröfu nefndrar Pru- nellu. Af því Celia náði fyrir- taks mynd, og það, sem formað- urinn hatar og óttast meira en alt annað, er að verða að at- hlægi — sem hún auðvitað er, oftast nær. Svo Bill er ennþá vinsæll strandvörður í Rochleigh, ef þú ætlar þangað. Kvöldið eftir þetta atvik, þegar þau löbbuðu um klettana í tunglsljósinu, sagði Bil: „Elskan, ekki get ég skilið, hvernig þú fékkst gamla Sebastian til að hvoHa bátn- um —“ „Enginn vandi,“ sagði Celia. „Hann er ágætis karl. Kennari við menntaskólann. Ég hafði miklar mætur á honum, og hans námsgrein var það eina, sem ég kunni vel —“ „Og það var —?“ „Latína,“ hló Celia. „Mál, sem fáfróðir stærðfræðingar halda, að sé gagnslaust með öllu — en það er aldrei að vita!“ „Ja hérna!“ sagði Bill. „Eina latínan, sem ég kann er amo, amas, amat, amaus . . .“ „Það nægir,“ sagði Celia glað- lega, og sneri sér að honum. * 8 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.