Heimilisritið - 01.02.1957, Side 18

Heimilisritið - 01.02.1957, Side 18
spjótsendanum í. Það gefur hon- um, ef svo mœtti segja, annan framhandlegg til viðbótar og eykur kastgetu hans að miklum mun. Ég efast um, að amerískir Indíánar (eða aðrir frumbyggj- ar) séu hæfnari með boga og örvum en Ástralíuírumbyggjar með spjóti og vúmera. Margir Indíánar þurftu að ríða í fimm metra færi við vísundana til að vera vissir um að hitta. Búmerang er sannarlega undi’avert vopn, jafnvel þó það sé skoðað í ljósi tuttugustu ald- ar þekkingar á flugtækni. í fyrsta Iagi eru þessir tveir armar, sem mynda nálega rétt horn, uppbrettir mjög á sama hátt og vængirnir á Comet III, eða öðrum nýtísku flugvélum. Þegar við í'eyndum fyrst að leggja undir okkur loftið, voru smíðaðar flugvélar með beina vængi. En það kom í ljós, að þær héldu illa jafnvægi á flugi en rugguðu út á hliðarnar, svo menn lærðu að hafa vængina uppbretta. Það tók langan tíma að læra að nota vélaafl til að knýja báta. Fynst kom hjólaskipið og að lok- um skrúfan. Búmerang er einn- ig skrúfa. Það er hún, sem fær það til að hækka sig á fluginu, eftir að það yfirgeíur hönd kast- arans. Blöðin oika á loftið mjög með sama hætti og þyrilvængju- skrúfublöð. Það er ekki heldur lítið loft- siglingaafrek af búmeranginu að fljúga til baka. Þegar því er kastað af rétthendum manni, snýst það rangsælis. Ef því væri kastað í loftlausu rúmi, ætti það að halda óendanlega áfram í beina línu. En nú er því kastað gegnum loft, sem veitir mót- stöðu. Hugsi maður sér búme- rangið sem flata plötu að neðam verðu, mætir hægri hlið plöt- unnar meiri mótstöðu vegna snúnings rangsælis, svo að hún beygir til vinstri. — Platan, eða búmerangið, heldur áfram að beygja til vinstri á fluginu, unz það kemur aftur til kastar- ans, ef hann er laginn. Bezta kastið, sem ég sá, var þegar fertugur frumbyggi lét búmerangið sitt fara kringum ti'é 140 metra í burtu og koma aftur að fótunum á sér. Hann kastaði því ekki beint upp í vindinn, heldur hafði hann að- eins meira á hægri hönd. Þessi maður skaut líka vel til veiða. Bi'áðin var um fimmtíu háfættir fuglar, líkir storkum, sem óðu í tjöm. Jimmy lædd- ist þolinmóður að þeim, því það voru litlar ójöfnur, sem hann gat leynzt bak við. Þegar hann var um áttatíu metra frá þeim, fóru 16 HEIMILISRITEÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.