Heimilisritið - 01.02.1957, Page 28

Heimilisritið - 01.02.1957, Page 28
öðlazt þá hugsjón að verða eig- andi viðtækis, fór hún að leggja drög að framkvæmd með þeirri óbrigðulu bjartsýni, án hverrar hún hefði naumast geíað horft framan í tilveruna yfirleitt. Það er erfitt að spara peninga til heimilishalds, en án vitundar Wiliiams tókst henni þó að stinga undan einum og einum skilding stöku sinnum. En sú söfnun gekk hægt. Eftir tólf mánuði voru þeir næstum orðnir eitt pund, svo enn var langt frá því, að hún ætti þau sex, sjö pund, sem henm skildist, að viðtæki myndi kosta. 'Og svo einn dag, þegar William var að setja niður kartöflur neðst í garðinum, bar skransafnara að dyrum. Hann hafði litla léttikerru, sem sinugráum hesti var beitt fyr- ir. Allar tegundir af poítum og pönnum og dóti og drasli var hlað- ið á kerruna. Sópar og burstar risu eins og siglutré og ný, gljá- andi vatnsfata hékk á öðrum kjálkanum. Skrankarlinn sjálfur var svartur yfirlitum og fráneygur. Litlir gull- hringar glitruðu í eyrnasneplunum á honum. Hann kunni Iagið á kven- fólkinu: gömlu og ungu, ljótu eða fríðu. „Nokkuð, sem þér þurfið að kaupa, kona góð“ sagði hann í lágum dyrum hússins. Marta horfði á hann með at- hygli. Hann var enginn heima- maður, og hann hefði þó mátt vita, að skynsöm kona eins og hún hefði annað þarfara við peninga að gera en fleygja þeim í fugla eins og hann. En þrátt fyrir allt, glitruðu augu hans, því varð ekki neitað, og aktýgin á litla hestin- um glönsuðu í sólskininu. Hún hristi höfuðið, og hann brosti aftur til hennar. „Fötur? Mottur? Burstar? Þvottasnúrur? Snagar? Skósverta? Hafið þér allt þetta?“ Eg þarf ekkert að kaupa, þakka yður fyrir.“ „Þakka yður, maddama. Vild- uð þér þá máske selja eitíhvað?“ Marta virti hann fyrir sér án svipbrigða, en hugur hennar var önnum kafinn. Vissulega vildi hún selja. En hvað? I huganum taldi hún upp öll einstök heimilistæk- in. „Gamalt járn?“ Marta hristi höfuðið. Ekkert gamalt járn. „Föt? Gömul stígvél eða skó?“ Marta brosti. Hún mundi allt í einu eftir gömlu skónum hans Williams, sem stóðu við arininn. Hann fór aldrei í þá, og þeir voru henni sífellt til ama. Ef hún gæti fengið skilding fyrir þá- • • • „Bíðið,“ sagði hún og fór inn. 26 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.