Heimilisritið - 01.02.1957, Side 41

Heimilisritið - 01.02.1957, Side 41
það sé,“ sagði hann óþolinmóður, „nema í Wales?“ „Það eru ýmsir ágætir sumar- leyfisstaðir í Wales,“ sagði ég, ,.þó ég hafi víst aldrei heyrt get- ið um Llanfairfenlach.“ „Auðvitað ekki. Það er enginn sumarleyfisstaður, heldur ein- eygt þorp, næstum uppi á fjalls- toppi. Þar er engin krá á sjö mílna svæði. Maisy sagði mér í símann, að hún vonaði, að ef ég neyddist til að vera alger bindindismaður í hálfan mánuð, myndi ég algerlega losna undan áhrifum áfengisdjöfulsins.“ Það fór hrollur um mig. Jafn- vel á fimmtán árum hafði Mau- reen aldrei hugsað upp neitt jafn ægilegt, og ég viðurkenndi það hreinskilnislega. Hann stundi. „Blessunin litla er svo hrifin af þessari hugmynd,11 sagði hami, „að ég hef blátt áfram ekki hjarta í mér til að slá í borðið og neita. Þess vegna vil ég, að þú komir heim með mér og talir við hana. Þú hefur oft grobbað af því, hversu slyngur þú sért að fást við Maureen, þegar hún fær bjánalegar grill- ur í höfuðið, og ég er viss um, að þú gætir komið vitinu fyrir Maisy.“ Ég gat tæplega neitað slíkri áskorun, svo ég arkaði heim með honum, og hann gat brátt stillt svo til, að 'ég varð einn með Maisy, sem er ein af þessum litlu dúkkulegu stúlkum, með heilmiklu, brúsandi, Ijósu hári. „Alfreð,“ sagði ég, „hefur sagt mér frá sumarleyfinu, sem þið hafið ráðgert í Llanfairfenlach. Hann er afar hrifinn af hug- myndinni, vegna þess, að í mörg ár hefur hann háð vonlitla bar- áttu við áfengisdjöfulinn, en nú vonar hann, að hálfsmánaðar tími langt frá sérhverjum deig- um dropa muni lækna sig.“ „Gleður mig, að hann skuli vera ánægður,“ sagði hún. Ég kinkaði kolli alvarlegur. „Það er nú einmitt vegna þess, hversu ánægður hann er,“ sagði ég, „að mér finnst ég verða að vara þig við áhættunni. Nokkr- ir af vinum mínum hafa á und- anförnum árum skyndilega sagt algerlega skilið við áfengisdjöf- ulinn, og árangurinn hefur oft orðið hroðalegur. Tom Phelps, til dæmis, sem var efnilegur boxari, slóst aldrei eftir að hann hætti við bjórinn, en tók þess í stað að safna þurrum þang- plöntum.“ „Mér væri sama, þó Alfreð gerði það,“ sagði Maisy. „Auðvitað, af því þú ert hug- rökk kona, en Tom Phelps var vægt tilfelli. Venjulega afleið- HEIMILISRITIÐ 39

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.