Heimilisritið - 01.02.1957, Side 46

Heimilisritið - 01.02.1957, Side 46
„Þér hafið málningarklessu á nefinu,“ sagði hann. „Gerir ekkert til,“ sagði hún. „Lítið á myndina.“ „Það er mín mynd,“ sagði Jeff og hleypti brúnum. „Veit ég það,“ sagði hún. „Ég hugsaði mér að laga hana til.“ Hann starði á myndina. — „Fjandinn hafi það,“ viður- kenndi hann, „þér hafið lagað hana!“ En svo brosti hann allt í einu. „Kaup kaups, ég fékk níu pantanir!" Hún horfði á hann með ódul- inni undrun. „Níu!“ „Allar svart á hvítu,“ sagði hann stoltur og sýndi henni pöntunabókina. „Ekki svo smá- ar pantanir, heldur.“ „Það er stórkostlegt, fyrsta daginn,“ sagði hún. „Ég geri betur á morgun,“ sagði Jeff íbygginn. „Ég hef töluverða ánægju af því, satt að segja.“ „Og ég hef ánægju af þessu,“ sagði hún. Jeff athugaði myndina aftur. „Heyrið þér,“ sagði hann, „þér höfðuð öldungis rétt fyrir yður. Það gerðu hinir líka. Ég get ekki málað.“ Hún brosti blítt og skipti um umræðuefni. „E — ef þér viljið sýna mér, hvar hlutirnir eru, skal ég hita okkur te.“ Næsta morgun kom Anna snemma í vinnustofuna. Hún hugði gott til að skipta um verk- efni. Það gerði Jeff einnig, þeg- ar vel búinn til að fara út og selja í gríð og erg. „Heyrið annars, ég var að hugsa um yður í gærkvöldi,“ sagði hann. „Ég held ég hafi séð yður einhvei's staðar áður. Var það í listaskólanum?11 Hún roðnaði ofurlítið. „Það getur verið,“ sagði hún lágt. „Þér voruð þar, þegar pró- fessor, hvað-hann-heitir sagði mér, að ég myndi verða betri sölumaður en málari, og að ég yrði aldrei sæmilegur málari, þó ég málaði þangað til helvíti væri botnfrosið.“ „E-já,“ viðurkenndi hxin og horfði niður á skóna sína. „Jæja, jæja,“ sagði hann og kleip í vörina á sér. — „Mig drej’mdi yður líka í nótt. Mig di'eymdi, að ég byði yður út eitt kvöld, og þér sögðuð nei.“ Anna brosti. „Það er allt öf- ugt í draumum, er ekki svo?“ sagði hún. Jeff brqsti breitt og setti hatt- inn á ská á höfuðið. „Sjáumst seinna,“ sagoi hann og veifaði handleggnum. „Rétt núna þarf ég að taka á öllum mínum miklu sölumannshæfileikum.“ Hann stanzaði í dyrunum. — 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.