Heimilisritið - 01.02.1957, Page 65

Heimilisritið - 01.02.1957, Page 65
VII. KAPÍTLLI. OLIVER LORD, sem nú hafði fengið mikið sjálfstraust, stóð upp við skrifborðið. Hann leit á Heath lögregluforingja. „Þessa stundina hef ég ekki mikinn tíma til að gera yður ýtar- lega grein fyrir sykursýki," sagði hann. „En ég vil taka fram, að það er mjög mikilvægt fyrir syk- ursjúkan mann, að fá að minnsta kosti eina sprautu af insúlíni á dag. Það heldur sykurmagninu í blóðinu í réttu hlutfalli og bægir frá hættunni á því að sjúklingur- inn falli í dá. En það er önnur hætta á ferðum, jafnvel eftir að sjúklingurinn hefur fengið sinn skammt af insúlíni. Sá möguleiki er alltaf fyrir hendi, að hann taki of stóran skammt, og afleiðingin af þvf er svokallað sykurslag. Þess vegna hafa allir skynsamir sykursjúkir menn á sér sykur- mola, eða það sem jafnast á við sykurmola. Ef að sjúklingurinn fær óeðlileg viðbrögð eftir að hann heíur fengið sprautuna, er honum tamt að naga sykurmol- ann og verður það til þess að draga úr hinum sterku áhrifum insúlínsins." Hann strauk hendinni í gegn- um rauða hárið sitt. „Þér gerið yður að sjálfsögðu Ijóst úr þessu, hvernig þessu er háttað. Maðurinn, sem reyndi að kúga fé út úr frú Broderick vissi að yfirlæknirinn var sykursjúk- ur." Hann sneri sér að Ellsworth: „Ég verð að játa að ég er þessu ekki alltof vel kunnugur, en ég held að hyoscin sé nær eingöngu notað í taugalækningum, er það ekki rétt? En jafnvel þó að svo sé, myndi það reynast mjög auð- velt fyrir hvern okkar sem er hér í sjúkrahúsinu að ná í svolítið af því, og hyoscin-upplausn myndi vera alveg jafn litlaus og insúlín, og alveg jafn auðveld til innspýt- ingar, er það ekki rétt?" (Frh.) Ráðning á des.-krossgátunni LÁRÉTT: i. atgeir, 6. athvarf, 12. krá, 13. snúa, 15. óra, 17. Ióa, 18. té, 19. mönnum, 21. áma, 23. ml, 24. sál, 25. kið, 26. ós, 28. ars, 30. gól, 31. err, 32. lauk, 34. tin, 35. in, 36. stolin, 39. mcina, 40. stó, 42. tafir, 44. ann, 46. klóra, 48. guð, 49. óla, 51. VO, 52. jór, 53. anir, 55. ýsa, 56. veg, 57. ras, 59. NN, 60. áma, 61. möl, 62. mó, 64. rós, 66. Nasser, 68. ær, 69. stó, 71. rör, 73. rann, 74. apa, 75. atlagan, 76. rústir, LÓÐRÉTT: 1. aktygin, 2. tré, 3. gá, 4. einn, 5. rúnir, 7. tó, 8. hrá, 9. al, 10. Róm, 11. fallna, 13. söl, 14. auð, 16. ama, 19. mál, 20. móa, 22. artina, 24. són, 25. krot, 27. sum, 29. sinn, 31. et, 32. lifur, 33 KEA, 36. stórar, 37. lag, 38. nið, 40. slór, 41. óra, 43. Rósa, 45. togarar, 46. kjamsa 47. ann. 50. la, 51. vel, 54. ann, 55. ýmsar, 56. vör, 58. sór, 60. áar, 61. men, 63. ótt, 65. sög, 67. snú, 68. æpi, 70. ól, 72. ra, 74. at. HEIMILISRITIÐ 63

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.