Heimilisritið - 01.04.1957, Page 26

Heimilisritið - 01.04.1957, Page 26
verður þú að taka afleiðingum gerða þinna. Mér finnst and- styggilegt til þess að hugsa, að þú verður tekinn fastur, en þú hefur fengið betri tækifæri en flestir. Þú hefur bara ekki haft vit á að notfæra þér þau. Viltu vera svo góður að hjálpa mér upp á herbergið mitt. Ég er far- in að verða þreytt. Hann hjálpaði henni út úr stofunni og upp stigann. Síðan fór hann aftur niður í dagstof- una og hneig þar niður á stól. Hann heyrði þunglamalegt fótatak frænku sinnar 1 svefn- herberginu fyrir ofan sig. Síð- an heyrðist dynkur. Hún hafði augsýnilega velt um stól. Þetta var hrörlegt, gamalt hús, og hann veitti því athygli, að ljósa- krónan riðaði, þegar stólinn datt. Bara hún mýndi sveigjast ofurlítið meira einn góðan veð- urdag, þegar frænkan sæti und- ir henni og drepa hana! Hann vissi, að honum var ánöfnuð töluverð upphæð í erfðaskránni hennar. Hann flutti lítið borð undir ljósakrónuna og fór að athuga keðjurnar, sem hún hékk í. Þær voru þrjár og festar í loftið með krókum. Krókarnir voru skrúf- aðir upp í kringlótta tréskífu, sem var aftur skrúfuð upp í loftið. Ef losað væri um þessar skrúf- ur, myndi aðeins vera tíma- spursmál, hvenær ljósakrónan félli niður. Simon tók upp vasahnífinn sinn og losaði um tvær af skrúf- unum. Síðan hoppaði hann nið- ur og setti borðið aftur á sinn stað. Við morgunverðarborðið dag- inn eftir var frænkan mjög frá- hrindandi, og skömmu seinna — rétt áður en hann fór á skrif- stofuna — sá hann hana setj- ast við skrifborðið til að skrifa bréf. Honum tókst að líta yfir öxl hennar, og þá sá hann, að utanáskriftin á bréfinu var til Hargreaves lögfræðings fjöl- skyldunnar. Það gat aðeins tákn- að eitt: Að hún hafði ákveðið að breyta erfðaskránni. ALLAN daginn braut hann heilann um, hvernig hann gæti ráðið frænku sína af dögum. Mánuðir gátu liðið áður en ljósa- krónan dytti niður, og svo þeg- ar það loksins skeði, yrði frænk- an ef til vill alls ekki í stofunni. Ekki myndi vera meira en vika þar til endurskoðunin yrði. Væri ef til vill hægt á ein- hvern hátt að láta ljósakrónuna detta niður? Honum datt í hugr að ljósakrónan hafði riðað, þeg- ar frænka hans hafði velt stóln- 24 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.