Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 50

Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 50
Ég fann Kathy við barinn um- kringda ungum mönnum, há- væra og kjánalega — og mjög drukkna! Strax og hún sá mig varð augnaráð hennar harðneskju- legt. „Jæja, hér kemur hin kon- gn mannsins míns,“ sagði hún við piltana. Þeir voru einnig hátt uppi. Síðan byrjaði hún að flissa. Allt var hlægilegt. Ég óskaði af öllu hjarta, að Ken gæti séð hann núna, en ég sagði aðeins: „Ken er vant við látinn — ég á að aka þér heim.“ Ég tók á allri þeirri stillingu, sem ég átti til, náði í yfirhöfn- ina hennar og kom henni út. Hún gat varla gengið, en hún vildi ekki lofa mér að hjálpa sér. Dyravörðurinn hélt dyrunum ,opnum fyrir henni og hún fór að hafa sig inn í bílinn. Síðan :sneri hún sér snögglega við — augu hennar skutu gneistum. „Ég keyri,“ sagði hún og rétti út hendina eftir lyklunum. „Það getur verið, að manninum mín- um finnist þú dásamleg — en þrátt fyrir það er hann eigin- maður minn lögum samkvæmt.“ Rödd hennar hófst upp í æðis- Jegt öskur. „Og þar af leiðandi ,er þetta minn bíll — ekki þinn! Ég ætla að keyra hann!“ Ég hjkaði og fyrirvarð mig hennar vegna. Fjöldi fólks hlust- aði á og ég hugsaði ekki um annað en koma henni burt. Ég fékk henni lyklana og fór inn í bílinn. Ég hafði engar áhyggj- ur af hættunni. Áliðið var og göturnar næstum auðar. Kathy ók hægt og rykkjótt en við komumst þó burt af staðn- um. Án orðaskipta ók hún alla leið yfir í Elm Street. Henni tókst meira að segja að stanza við rautt ljós í Lake Avenue. Síðan kom gult og svo grænt. Ég beið þess, að hún rykkti bílnum af stað. En ekkert skeði. Kathv hafði lognast útaf. Bara Ken gæti séð þetta, hugs- aði ég með hyldjúpri óbeit. Hann hafði meiri áhyggjur af drykkju- skapnum en nokkru öðru. Það var drykkjuskapurinn, sem að lokum myndi hrekja hann frá henni. Ég færði hana til, skreið síðan yfir grannvaxinn, lífvana líkama hennar og settist undir stýrið. Það var ekki sála á göt- unni. Ég var komin næstum þrem húsaröðum lengra, þegar það skeði. Ég man það vegna þess, að maðurinn var að fara yfir götuna út frá miðri húsa- röðinni. Ef til vill var það mér að kenna vegna þess, að ég var svo niðursokkin í mínar eigin vol- uðu hugsanir — í hatur mitt á þessari stúlku, sem hafði orðið 49 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.