Heimilisritið - 01.08.1958, Blaðsíða 35
ið vanstilltur í skapi og erfiður
í umgengni og ekki alltaf sem
sanngjarnastur við þær Signe og
Miu. Nú hafði ég samt bætt fyr-
ir mörg brot mín við þær, með
því að leyfa þeim að fara í
skemmtiferð til Alpanna, en með
því þóttist ég líka slá tvær flugur
í einu höggi: Þær tóku aftur
gleði sína og sjálfur fékk ég tíma
og næði til að hvílast, einn og
óáreittur.
„Þetta er fyrirtaks hugmynd,“
sagði læknirinn minn, þegar ég
sagði honum frá áforminu. —
,,Það gengur ekkert að yður ann-
að en taugaþreyta og betri lækn-
ingu getið þér ekki fengið, en
þriggja vikna einveru við Norð-
ursjóinn. . . . Góða ferð.“
Eftir aðeins einnar viku dvöl
á nýja heimilinu mínu, fannst
mér ég vera orðinn allur annar
maður. Ég fór oft í bað á hverj-
um degi, lá í sólbaði fyrir fram-
an húsið og gægðist stundum
inn um gluggana á hinum, litlu
timburhúsunum, sem enn voru
auð og mannlaus.
Bara ef ég fengi nú að vera
hérna einn og óáreittur. Það var
mín heitasta ósk.
Kaupmaðurinn bjó í þorpinu
og það var unaðsleg skemmti-
ganga eftir strandlengjunni, til
þorpsins. Aðeins eitt hús stóð á
öllu svæðinu. Miðja vegu milli
litla kofans míns og þorpsins
ðeygði vegurinn upp á milli
klettanna, lá svo þvert yfir lítið,
vanræktað akurlendi og þar yzt
í jaðrinum átti Stína gamla
heima, í litlum bjálkakofa.
Við Stína urðum brátt góðú
vinir og ég heimsótti hana allt-
af þegar ég brá mér til þorps-
ins.
Stína var mjög óvenjuleg
manneskja og enda þótt hún væri
mjög tekin að eldast — senni-
lega um áttrætt — sýndist manni
hún næstum ungleg. Maðurinn
hennar hafði verið heiðarbóndi,
en var dáinn fyrir rúmum tuttugu
árum og Karl, einkasonur þeirra
hafði farið til Ameríku, þegar
hann var átján ára gamall. For-
eldrarnir höfðu aðeins fengið eitt
bréf frá honum — bréf, sem ein-
hver annar hafði skrifað.
,,Karl kunni nefnilega ekki að
skrifa,“ — sagði Stína gamla
hnuggin. — ,,Þá var sex mílna
leið til næsta skóla og ekkert til,
sem nefndist skólavagn.“
,,En hafið þið aldrei frétt neitt
af honum síðan?“ spurði ég.
,,Nei, en ég veit að hann kem-
ur og heimsækir mig í sumar."
, ,Svo, hvernig geturðu vitað
það, Stína mín, fyrst hann hef-
ur ekkert látið til sín heyra í all-
an þennan tíma ? ‘ *
Hún reri fram í gráðið og
heimilisritið
33