Heimilisritið - 01.08.1958, Blaðsíða 44
Tiafði veriÖ Kengdur með, að
Llóðið Kafði leitað út og andlitið
var eldrautt. Augun stóðu út úr
Köfðinu svo Kryllilegt var á að
Korfa. Lögregluþjónninn Kafði
ekki mikla reynslu að baki, en
var nægilega skynugur til að
gera sér grein fyrir því, að ó-
Kyggilegt væri að vera einn um
atKugun vettvangs, og símaði
því eftir rannsóknarlögreglunni.
Eftir örskamma stund kom
morðrannsóknardeildin á vett-
vang og varð þá strax ljóst mikil-
vægt atriði. Þó að ekki Kefði
Kætt að rigna í borginni fyrr en
klukkan hálf sjö og götujaðrarn-
ir væru enn blautir og forugir,
voru líkið og fötin þess alveg
þurr. Þetta leiddi í ljós að ann-
aðhvort hafði morðið verið fram-
ið milli klukkan hálf sjö og tíu
mínútum fyrir átta, þegar kyn-
blendingurinn kom að líkinu, eða
þá einhvers staðar annarsstaðar,
líkið síðan flutt í Aljuneidgötu
og skilið þar eftir.
,,Mér er nær að halda, að
hann hafi ekki verið drepinn
Kér,“ sagði foringi lögreglu-
mannanna. ,,Við skulum athuga
umhverfið og vita hvers við verð-
um vísari.“
Um fimmtíu metrum neðar á
götunni fundu lögreglumennirn-
ir hjólför eftir bíl í mjúkum leirn-
um við götujaðarinn. Þessi upp-
götvun veitti ástæðu til nokkurr-
ar bjartsýni því að bersýnilegt
var, að bílnum hafði verið ekið
aftur á bak og snúið við í sömu
átt og hann hafði komið úr.
Skýr för fundust eftir öll fjög-
ur hjól bílsins og kom þá í ljós,
að engin tvö voru eins. Sín hjól-
barðategundin hafði verið á
hverju hjóli. Þetta var í sjálfu
sér mjög undarlegt, en lögreglu-
mönnunum til ánægju og upp-
örvunar virtist eitt vera fyllilega
ljóst: Förin voru svo greinileg
að þau gátu ekki hafa orðið til,
fyrr en eftir að rigninguna hafði
algerlega stytt upp.
Afsteypa var gerð af förunum
og bilið milli hjólanna nákvæm-
lega mælt. I aðalstöðvum lög-
reglunnar var síðan athugað bil
milli hjóla á fjölda bílategunda
og að kvöldi næsta dags var tal-
ið öruggt, að hinn óþekkti bíll
væri amerískur Chevrolet.
Nú var þó eitthvað til að fóta
sig á, þó ekki væri mikið, því
að mikill fjöldi Chevroletbíla var
í umferð í Singapore og ná-
grannahéruðunum. Annað við-
fangsefni var einnig við að glíma,
þ. e. a. s. að komast að því hver
hinn myrti væri. Hann var Kín-
verji, en af búnaði hans varð
ekkert ráðið um, hver hann væri
eða hvaðan.
Hundruð manna, sem eitthvað
42
HEIMILISRITIÐ