Heimilisritið - 01.08.1958, Blaðsíða 50
eins og hver önnur. Og nú fannst mér allt í einu gamla dauf-
lega heimilið okkar þrungið lífi og fjöri.
II
LOKSINS voraði á ný. Vaknandi starfskraftar mínir og
starfslöngun höfðu svipt af mér fjötrun sinnileysisins, sem
ég leið undir í vetur. Ég eyddi nú ekki lengur tímanum til
einskis, eins og þá, heldur lék ég á hljóðfæri, kenndi Sonju
undirstöðuatriði tónlistarinnar og las mikið í bókum. Oft
gekk ég mér til skemmtunar í garðinum okkar og reikaði
kannske tímum saman um trjágöngin, eða settist á bekk
og sökkti mér niður í draumrænar hugsanir um framtíð-
ina.
Á fögrum mánaskinsnóttum, sat ég iðulega við gluggann
minn og beið þar sólaruppkomunnar. Stundum kom það
meira að segja fyrir að ég hljóp út í garðinn á náttklæð-
unum og stiklaði á tánum niður að vatnsborði tjarnarinnar,
og einu sinni gekk ég að næturlagi yfir víðáttumikla flat-
neskjuna hringinn í kringum alla landareignina.
Mér væri það ómögulegt nú, að rifja upp eða botna í öll-
um þeim framtíðarórum og dagdraumum, sem ég lifði í þetta
vor. Svo óraunhæfar voru allar þær óskir og þrár, sem
ímyndunaraflið vakti í brjósti mér.
í maímánuði kom Sergius Michailowitsch heim úr ferða-
lagi sínu eins og hann hafði lofað okkur.
Hann kom að kvöldlagi í fyrstu heimsókn sína til okkar,
einmitt á þeim tíma sólarhringsins, er við væntum hans
sízt. Við sátum að tedrykkju úti á svölunum.
Garðurinn okkar var í fullum blóma og í blómskrýddum
trjárunnum höfðu næturgalarnir búið sér hreiður. Vafnings-
viðurirfri rétti fram brumhnappa sína í hvítum og rauðblá-
um reifum, til að boða fæðingu blómsins. Ljósa birkilaufið
varð gagnsætt í kjarna kvöldsólarlagsins og náttfallið breiddi
sig yfir grasflötinn.
Síðustu hljómar frá annríki dagsins dóu út í öskri gripa-
hjarðanna, sem verið var að reka á stöðul. Vikadrengurinn
48
HEIMILISRITIÐ