Heimilisritið - 01.08.1958, Blaðsíða 63
Þangað kom gífurlegur mann-
söfnuður og varla var stætt í saln-
um. Fólkinu fjölgaði um allan
helming þegar frægur mynd-
höggvari skoðaði risann og kall-
aði á blaðamenn og tilkynnti
þeim, að hér væru brögð í tafli.
Myndhöggvarinn sagðist hafa
meitlað lítinn bút úr risanum og
komið hefði í ljós, að efnið í ris-
anum væri hvorki steinn né stein-
gert hold, heldur ósköp venju-
legt krítarefni, sem notað er í
gips.
Þegar hér var komið sögu, voru
Newell og Hull búnir að hafa
50 þúsund sterlingspund upp úr
því að sýna risann, og það var á
allra vitorði, að þeir félagar voru
saman í þessu svindli, og að
fyrirtæki eitt hafði keypt 60%
hlut í þessu braski fyrir 10 þús-
und pund. Þrátt fyrir þetta hélt
fólk áfram að skoða risann og
peningarnir streymdu inn.
Það var farið með risann til
New York og þar sett upp stórt
skilti: ,,Er þetta fyrsti maðurinn
— eða eru þetta svik ?“ Skömmu
seinna opnaði hinn frægi forstjóri
fjölleikahússins Barnum’s, Phi-
neas Barnum, sýningu á öðrum
risa, sem hann sagði að væri hinn
upprunalegi risi.
Málið kom fyrir dómstólana og
Hull og Newell reyndu að fá úr-
skurð réttarins um að Barnum
væri bannað að sýna sinn risa,
en sá úrskurður fékkst ekki.
Nú voru risarnir orðnir tveir.
Myndhöggvara einum var leyft
að meitla gat á hausinn á risa
Hull og Newells, og hann lýsti
yfir því, að hann hefði ekki fund-
ið neinar leifar af steingerðum
heila. Þó vildi hann halda því
fram, að ekki væru nein brögð
í tafli.
Blaðamenn voru á höttunum
og reyndu að komast til botns í
þessu máli. Frú Newell gat ekki
sagt þeim annað um samband
Newels og Hull, en það, að mað-
ur hennar hefði aldrei haldið á-
fram leitinni að vatninu eftir að
risinn fannst, og allt benti til
þess að leitin að vatninu hefði
verið sviðsett og blekking ein.
Blaðamennirnir fóru að kynna
sér fortíð Hulls og komust þá að
sendingunni á ,,vélunum“, sem
vógu fimm lestir. Þeir komust að
því, að hann hafði keypt stórt
stykki af krítarefni fyrir eina
bjórtunnu. Þeir litu á reikninga
járnbrautarfélagsins og komust
að því, að Hull hafði sent krítar-
efnið til Newels.
Þeir fundu einnig steinsmið,
sem bjó skammt frá Newell, og
hafði höggvið risinna til svo að
hann líktist manni. Þegar Hull
og Newell heyrðu þetta, játuðu
þeir svikin og sögðu frá því, að
HEIMILISRITIÐ
61