Heimilisritið - 01.08.1958, Blaðsíða 37

Heimilisritið - 01.08.1958, Blaðsíða 37
En þegar myrkrið var skollið á og regnið og stormurinn dundi á gluggunum varð Karl Hansson mjög veikur. Það var malaria, sem hafði tekið sig aftur upp og í óráðinu hrópaði hann á kínin, sem gæti unnið bug á sótthitan- um. Eg reyndi að róa hann. Ég sagði honum að ég skyldi fara til kaupmannsins í þorpinu, sem hafði útsölu á lyfjavörum og vita hvort hann ætti ekki kínindropa. En ég myndi verða a. m. k. þrjár klukkustundir í þessum leiðangri og ég sagði honum að hann skyldi bara liggja rólegur í rúm- inu á meðan og reyna að hvíl- ast. Svo bjó ég mig sem bezt ég gat og hélt út í regnið og storm- inn. Eg brauzt áfram á móti veður- ofsanum, en þegar ég var kom- inn í námunda við litla kofann hennar Stínu, heyrði ég óskap- legt brak og um leið slóst krækl- ótt trjágrein beint framan í mig. Ég hlaut að hafa fengið tölu- verðan áverka á ennið, því að blóðið streymdi niður andlitið á mér og ég var hræddur um, að það myndi líða yfir mig á hverri stundu. Til allrar hamingju var húsið hennar Stínu mjög nærri og ég var enn það hress, að ég gat hugsað nokkurn veginn skýrt: — Þú gerir auðvitað gömlu konuna hrædda, þegar þú vekur hana. En þú getur þá líka fært henni þær góðu fréttir, að sonur henn- ar muni heimsækja hana á morg- un. Ég fikraði mig að húsdyrun- um og bankaði fast og lengi á hurðina. En ég fékk ekkert svar. Svo gerði ég aðra tilraun, eftir nokkrar mínútur, en varð jafn- framt að þurrka blóðið, sem sí- fellt rann niður í augun á mér. Bara að hún verði nú ekki hrædd, þegar hún sér mig svona útleik- inn. Loks heyrðist hægt og þung- lamalegt fótatak inni í stofunni. ,,Vertu ekki hrædd, Stína mín,“ kallaði ég í gegnum storm- hvininn. — ,,Þetta er bara ég, — Kaupmannahafnarbúinn, — ná- granni þinn. Sonur þinn er kom- inn heim.“ Gamla konan opnaði dyrnar, hægt og aðeins í hálfa gátt, en sagði ekki neitt. Ég smeygði mér inn, en gætti þess að halda báð- um höndum fyrir andlitinu, svo að hún sæi ekki blóðið. ,,Þökk,“ sagði ég. — ,,Ég ætla bara að þvo mér frammi í eldhúsinu. Það slóst nefnilega grein framan í mig og blóðgaði mig á enninu.“ Ég flýtti mér fram, því að ég HEIMILISRITIÐ 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.