Heimilisritið - 01.08.1958, Blaðsíða 10
efni á því að greiða honum haerra
kaup, en hann gat útvegað hon-
um vinnu í hljóðfæradeildinni í
stórverzlun í bænum. — Ralph
keypti trúlofunarhringana fyrir
okkur og það leið ekki á löngu
þar til við vorum svo heppin, að
finna litla íbúð til leigu. Og all-
an þennan tíma hafði ég ekki
haft neinar efasemdir. Hvað gat
þá eiginlega verið að mér núna ?
ÉG FÓR í slopp og gekk nið-
ur.
Fjölskylda mín var búin að
borða morgunmatinn, en pabbi
var enn að drekka te. Mér fannst
hann allt í einu vera orðinn svo
gamall og ellilegur og óvenju-
lega þreytulegur. Hann reyndi að
gera að gamni sínu, en það fór
fyrir ofan garð og neðan hjá mér.
,,Jæja, það er eins gott að reyna
að venja sig við þetta,“ sagði
hann. ,,Eftir fáein ár kemur að
Betsy.“
Eg leit til Betsy, sem var að
þvo upp.
Það var svo margt, sem ég
vildi segja henni, en ég gat það
ekki. Hún mátti ekki þjóta í
hjónaband þó að hún lenti í ein-
hverju ástarævintýri, sem henni
þætti glæsilegt. Brúðkaupið var
ekki nema lítill hluti af hjóna-
bandinu. £g yrði að búa til mat
milljón sinnum, þvo þvott,
strjúka lín og stoppa sokka. Eg
myndi verða feit og leiðinleg og
Ralph myndi verða gamall og
þreytulegur og ekki vitund róm-
antískur.
Mér leið skelfilega illa. —
Mamma hafði eitt sinn verið fal-
leg og pabbi hafði eitt sinn ver-
ið eftirsóknarverður. En að sjá
þau núna ! Áttum við Ralph ekki
annað framundan en þetta — að
verða leiðinleg, miðaldra hjón ?
Ég hafði ekki skemmt mér mik-
ið og nú myndi ég alls ekki fá
að skemmtá mér neitt.
Eg hljóp frá kaffibollanum
upp á loft. Ég reif pinnana úr
hárinu og greiddi mér vandlega.
Það var orðið um seinan að snúa
við. 0, hefði það ekki verið betra
ef við Ralph hefðum hætt að
vera saman eftir að við rifumst
í fyrsta skipti ?
Þetta hafði ég munað þegar
ég lá andvaka nóttina áður. Við
Ralph áttum það til að kýta.
Hann var mjög skapmikill og ég
líka. Hann var ekki alltaf góður
og nærgætinn. Ég gat alls ekki
munað út af hverju þetta fyrsta
rifrildi okkar hafði byrjað, en ég
man að við urðum bæði skömm-
ótt og hávær, og hann hafði æpt
á mig og skellt dyrunum á mig
án þess að bjóða góða nótt. Hann
kom ekki aftur fyrr en eftir tvo
daga, og hann bað mig aldrei
8
HEIMILISRITIÐ