Heimilisritið - 01.08.1958, Blaðsíða 46
hann var samprófaður við bíl-
eigandann losnaði um málbein-
ið. Skýrði hann þá frá því að
þrír aðrir Kínverjar hefðu beðið
sig að reyna að fá bílinn leigð-
an, en þegar það tókst ekki hefðu
þeir stolið honum.
Hann vísaði á þá og var þá
strax send út lögreglusveit, sem
smalaði þeim í aðalstöðvar lög-
reglunnar. Þeir höfðu einnig sögu
að segja og var upphaf hennar
það, að Kínverji nokkur hafði
komið að máli við þá og fengið
þá með sér til Singapore í sér-
stökum erindum. Kínverji þessi
vísaði þeim þar á einn landa
sinn og sagði: ,,Vegna þessa
manns hef ég fengið ykkur með
mér hingað, Fyrst um sinn fer
ég ekki fram á annað en að þið
náið sambandi við hann, en síð-
ar mun ég gera ykkur grein fyr-
ir framhaldinu.“
Svo virtist sem hinn myrti
hefði verið alræmdur stigamaður
í Kína. í einni ránsferð sinni
hafði hann tekið til fanga frænku
manns þess, sem leigði morð-
ingjana, nauðgað henni og síð-
an ráðið hana af dögum. Frændi
hennar hafði elt hann um þvert
og endilangt Kína og svo látlaus
og miskunnarlaus var eftirför
hans að stigamaðurinn leitaði
loks hælis í Singapore. Þar taldi
hann sig öruggan og þegar þeir
Johore-menn, sem hann þekkti
ekki áður, reyndu að komast í
kunningsskap við hann var hann
grandalaus fyrir því, að nokkuð
illt byggi undir.
Loks var fylling tímans komin.
Kínverjinn greiddi leigumorðingj-
unum þóknun og skipaði þeim
að ljúka verkinu, en tók sér sam-
dægurs far með skipi til Kína.
Leigumorðingjarnir stálu Chev-
roletinum og óku til Singapore.
Þar hittu þeir stigamanninn og
buðu honum út með sér um
kvöldið. Um leið og hann var
seztur inn í bílinn hengdu þeir
hann og fleygðu síðan líkinu út
úr bílnum á Aljuneidgötu. Þar
gerðu þeir það glappaskot, sem
kom þeim í gálgann: í stað þess
að kasta líkinu úr bílnum og aka
síðan beint áfram inn á Efra-
Serangoonstræti og þaðan til Jo-
horefylkis sneru þeir bílnum við
og óku til baka sömu leið og
þeir höfðu komið.
Þeir voru dæmdir til henging-
ar og dóminum fullnægt, en
Singapore-lögreglan hefur sarat
ekki lagt málið á hilluna. Hún
bíður þess enn að Kínverjinn,
sem stóð fyrir morðinu, komi til
borgarinnar. Geri hann það, von-
ast lögreglan til þess, að það
verði lýðum ljóst, að hún og fíll'
inn eiga það sameiginlegt, að
gleyma aldrei neinu. *
44
HEIMILISRITIÐ