Heimilisritið - 01.08.1958, Blaðsíða 8

Heimilisritið - 01.08.1958, Blaðsíða 8
ters. — Aldrei Linda Clements framar. Ég skalf og hendur mín- ar voru þvalar. Mér fannst ég ekki hafa breytzt neitt. Þetta var sama kringlótta andlitið, gráu augun og upp- bretta nefið. Hárið á mér var allt í krullupinnum. Gömlu nátt- fötin mín höfðu rifnað undir ann- arri hendinni. Ég ætlaði ekki að taka þau með mér. Ég var búin að kaupa fjóra, yndisfallega nátt- kjóla og í nótt, á brúðkaupsnótt- ina, ætlaði ég að fara í hvíta nátt- kjólinn með nælon-pilsinu, sem leit miklu fremur út eins og ball- kjóll. Ralp hafði ekki séð mig nema einu sinni í ballkjól. Hann hafði sagt að ég væri yndisleg í honum. Þegar hann sæi mig í þessum náttkjól, myndi hann aftur segja að ég væri yndisleg. Hann myndi faðma mig að sér — ég gróf and- litið í höndunum. Ég fann hvern- ig ískaldur sannleikurinn læsti sig um mig. Ég tíildi e\\i gijtast. Eg var nítján ára og átti alla ævina framundan. Hvernig í ó- sköpunum hafði ég látið mér til hugar koma, að ég vildi eyða allri ævinni með Ralph ? Mamma barði að dyrum hjá mér. ,,Linda mín,“ sagði hún, „ertu ekki enn búin að fara í bað ? Ertu búin að gleyma því, að það á að vera brúðkaup hérna í dag.“ Hún brosti til mín, en augu hennar voru sorgmædd. „Dagdraumar! Jæja, ég þakka guði fyrir það, að ég þarf ekki að horfa lengur á þig, þegar þú dáist sem mest að Ralph. Ég held ég hafi aldrei séð jafn ástfangna unglinga áður.“ Ég gekk hægt fram í baðher- bergið og skrúfaði frá heita vatn- inu. Ég setti baðsalt út í vatnið og stóð og beið meðan vatnið rann í kerið. Það ilmaði vel af baðsaltinu. Ást! Auðvitað elsk- uðum við Ralph hvort annað. Ég hafði í það minnsta verið viss um það þar til fyrir nokkrum klukkustundum. Og ég varð að viðurkenna, að ég hafði einsett mér að klófesta hann. Ég kynntist Ralph í boði, sem Irish Wilks, bezta vinkona mín, hafði haldið. Hann vann í verzl- uninni, sem pabbi hennar átti. Ég tók ekkert sérstaklega eftir honum í fyrstu, og auk þess var hann með annarri stúlku. Þessi stúlka, sem Ralph var með, reyndist mjög skemmtileg og hrókur alls fagnaðar í boðinu. Hún gat leikið á píanóið og sung- ið. Það leið ekki á löngu þar til allir piltarnir höfðu flykkzt utan um hana. Allir nema Ralþh. Það var augljóst á svip hans, að hon- um mislíkaði hváð hún skipti sér 6 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.