Heimilisritið - 01.08.1958, Blaðsíða 68
2. verðlaunagetraun Heimilisritsins
Kr. 10.000.oo í peningaverðlaun
í hverju hefti Heimilisritsins á þessu ári, verða getraunir, sem les-
endum er ætlað að svara. í þetta sinn eiga þeir að segja úr hvaða
íslenzkum sögum eftirtaldar línur eru teknar eða hver er höfundur
þeirra. Fyrstu verðlaun eru 500 krónur í peningum og auk þess sex
100 króna verðlaun. Úrslit verða auglýst í ritinu sjálfu, og má skila
svörum til 10. sept. Ef svörin eru skrifuð á sérstakt blað er nóg aði
skrifa númerin.
Hvaða rithöfundur mælti þessi orð og hvar standa þau skrifuð:
1. Engar hefi ég kvellisóttir, en áhyggjur
hefi ég miklar um það, hversu ég *kal ná
fé því, er cg vann til, þá er ég felldi Ljót
inn bleika norður á Mæri.
2. Nei, sagði hann, ég kann ekki að ljúga.
En hitt veit ég ekki heldur hvað er sann-
leikur. Ég reyni altaf að tala eins og ég held
að sé minst til tjóns bæði fyrir guð og menn.
nokkuð að bera. Hef ég og aldrei látið eggjo
mig lengi til framhalds, og áfram þá í drott- >
ins nafni.
7. En er þessir hlutir ágerðust, þá sá Napó-
leon, að eigi mátti svo búið standa, og með
því að hann þóttist eiga sín að hefna, þá
hugsar hann með sjálfum sér, að bezt muni
vera að fara sjálfur og herja.
3. Hún hefði ef til vill ekki sómt sér í
höfuðstaðnum á við hina — ekki fyrst í
stað. — En nú höfðu forlögin rekið hann
úr þeirri Paradís um aldur og æfi og skipað
honum til rúms í hennar umhverfi. Hér átti
hann að lifa og starfa framvegis og hér átti
hún heima. Hér átti hún að vera konan hans.
4. Þar var nú misjafn lýður, eins og geng-
ur og gerist í stórborgum. Margt af frekjum
og lemjurum og spörkurum og skrökvurum
og jafnvel stelukrökkum.
5. Af því að það snart hana í svipinn eins
og pústur að hún hafði verið eiginkona mik-
ilsráðandi, en engan veginn drengilegs manns.
6. Þú skalt ráða, sagði Sigurður, en þó
grunar mig, að nú tökum við það ráð, sem
miður gegnir. En til hverrar sögu verður
8. Mér líður nærri hjarta hugsunin urru^
hana, sem hlýddi rödd tilfinninga sinna o®
sterkustu þrá hjartans, fór vill vegarins ogl
gekk refilstigu, — sem þessvegna þjáðist og[
píndist, ein, horfin og gleymd — í auðn ör-[
æfanna.
9. Sveinn gekk rakleiðis að geymsluhús-
inu. Hann þreif í fjalirnar fyrir glugganum|
og kippti þeim í burtu hverri á fætur ann-
arri. Svo skreið hann inn um opið, þreifaðij
fyrir sér í myrkrinu og fann kæfubelginn.
Svo tók hann hann í fangið og stökk me£
hann út um gluggann.
10. Einn morguninn um dagmál fór <‘ð
koma kyik á þokuna. Fyrst kom á hana svQ
sem lófastórt gat í austri, og bak við var fagur'
blár blettur. Svo kom annað gatið, og í Þvl
sást sólin.