Heimilisritið - 01.08.1958, Blaðsíða 57

Heimilisritið - 01.08.1958, Blaðsíða 57
ennþá meira að honum og jók þá aðdáun og virðingu, er ég sýndi honum. £g varð þess vísari, bæði gegnum Kötju og einnig ná- granna okkar, að fyrir utan þá umhyggju, er Sergius Mic- hailowitsch helgaði móður sinni, umsjá hans með eignum sínum og forsjá fjárreiðna okkar, tók hann einnig þátt í samkvæmislífi aðalsins, er var honum til mikilla leiðinda. Aldrei minntist hann samt á þetta við mig og aldrei gat ég fengið hann til að tala við mig um hugsjónir sínar eða fyrir- ætlanir, eða yfirleitt neitt það, er lægi honum á hjarta. Einu sinni reyndi ég lítillega að færa þetta í tal, en þá varð hann íbygginn og gaf mér fyllilega í skyn að það skipti mig ekki neinu, enda myndi ég ekki bera skyn á slíka hluti. Þetta særði mig fyrst í stað, en síðar vandist ég svo þess- ari hlédrægni hans að mér fannst ekkert eðlilegra en að við ræddum aðeins þau málefni, er snertu sjálfa mig. Annað var það líka, sem einkenndi hann mjög, og sem angraði mig í fyrstu, en ég henti aðeins gaman að síðar, hið algjöra skeytingarleysi, er hann sýndi gagnvart útliti mínu og yndisþokka, sem jafnvel nálgaðist fyrirlitningu. Hann lét það aldrei í ljós við mig, hvorki með orðum né augnaráði, að honum litist vel á mig, enda þó mér væri það sjálfri Ijóst, að ég var langt frá því að vera ósnotur. Þvert á móti fór hann aðeins að hlæja og yppta öxlum, ef aðrir vottuðu mér aðdáun sína í nærveru hans. Hann átti það jafnvel til að skopast að mér fyrir eitthvað, er hann uppgötvaði að mér væri ábótavant. Tízkukjólarnir, sem Katja hafði svo gaman af að dubba mig í á tyllidögum, eða ef við áttum von á gestum, voru sérstakur skotspónn fyrir spott hans, og Katja blessunin tók sér þetta ákaflega nærri og gerði mig alveg örvinglaða. Hún var sannfærð um að Sergiusi Michailowitsch litist vel á mig, og gat ekki skilið, að hann langaði ekki til, að sú kona, er hafði unnið hylli hans, ætti ekki að líta eins vel út á mannamótum og kostur væri á. Hvað mér sjálfri viðkom, þekkti ég hugsunarhátt hans svo vel nú orðið, að heimilisritið 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.