Heimilisritið - 01.08.1958, Blaðsíða 49
HJÓNABANDIÐ
Framhaldssaga eftir LEO TOLSTOJ
,,Af hverju ætlið þér að yfirgefa okkur allan þennan
tíma?“ spurði ég hnuggin, því ég var strax farin að lifa í
þeirri von, að hitta hann daglega. Nú fór ég strax að kvíða
því, að leiðindin myndu ná tökum á mér aftur, og ég hygg
að ég hafi ekki getað dulið þennan kvíða í rödd minni og
augnaráði.
,,Jæja góða, reynið þér nú að fara að gefa yður að al-
varlegum viðfangsefnum, svo iðjuleysið nái ekki tökum á
yður framar. í vor ætla ég svo að athuga hvernig þér hafið
staðið yður.“ Hann tók hönd mína aftur og þrýsti hana enn
einu sinni, en ekki eins lengi og í fyrra skiptið, og það var
eins og mér fyndist rödd hans ekki eins alúðleg, er hann
sagði þessi síðustu orð.
Við fylgdum honum út í anddyrið, og hann fleygði yfir
sig loðkápunni. Augu okkar mættust hér aftur rétt sem
snöggvast.
„Blessaður vertu ekki aS hafa áhyggjur um mig,“ hugs-
aði ég með sjálfri mér. ,,Þú hefur kannske ekki alveg eins
mikil áhrif á mig og þú ímyndar þér sjálfur. AS vísu ertu
allra bezti maður, en það er líka þinn höfuðkostur.“
Eftir að við Katja vorum gengnar til hvílu, vöktum við
góða stund og spjölluðum saman. ViS töluðum þó ekkert
um Sergius Michailowisch, heldur um það, hvað við ætt-
um að taka okkur fyrir hendur á komandi sumri og hvar við
myndum dvelja næsta vetur.
Þessari hræðilegu spurningu: ,,til hvers ?“ skaut á ný
upp í huga mínum, en nú sagði ég við sjálfa mig að fyrsta
skilyrðið til að öðlast hamingjuna, væri þó að lifa, og því
ætti ég ekki að geta orðið hamingjusöm í framtíðinni, rétt
heimilisritið
47