Heimilisritið - 01.08.1958, Page 8
ters. — Aldrei Linda Clements
framar. Ég skalf og hendur mín-
ar voru þvalar.
Mér fannst ég ekki hafa breytzt
neitt. Þetta var sama kringlótta
andlitið, gráu augun og upp-
bretta nefið. Hárið á mér var
allt í krullupinnum. Gömlu nátt-
fötin mín höfðu rifnað undir ann-
arri hendinni. Ég ætlaði ekki að
taka þau með mér. Ég var búin
að kaupa fjóra, yndisfallega nátt-
kjóla og í nótt, á brúðkaupsnótt-
ina, ætlaði ég að fara í hvíta nátt-
kjólinn með nælon-pilsinu, sem
leit miklu fremur út eins og ball-
kjóll. Ralp hafði ekki séð mig
nema einu sinni í ballkjól. Hann
hafði sagt að ég væri yndisleg í
honum.
Þegar hann sæi mig í þessum
náttkjól, myndi hann aftur segja
að ég væri yndisleg. Hann myndi
faðma mig að sér — ég gróf and-
litið í höndunum. Ég fann hvern-
ig ískaldur sannleikurinn læsti
sig um mig. Ég tíildi e\\i gijtast.
Eg var nítján ára og átti alla
ævina framundan. Hvernig í ó-
sköpunum hafði ég látið mér til
hugar koma, að ég vildi eyða
allri ævinni með Ralph ?
Mamma barði að dyrum hjá
mér. ,,Linda mín,“ sagði hún,
„ertu ekki enn búin að fara í
bað ? Ertu búin að gleyma því,
að það á að vera brúðkaup hérna
í dag.“ Hún brosti til mín, en
augu hennar voru sorgmædd.
„Dagdraumar! Jæja, ég þakka
guði fyrir það, að ég þarf ekki
að horfa lengur á þig, þegar þú
dáist sem mest að Ralph. Ég held
ég hafi aldrei séð jafn ástfangna
unglinga áður.“
Ég gekk hægt fram í baðher-
bergið og skrúfaði frá heita vatn-
inu. Ég setti baðsalt út í vatnið
og stóð og beið meðan vatnið
rann í kerið. Það ilmaði vel af
baðsaltinu. Ást! Auðvitað elsk-
uðum við Ralph hvort annað.
Ég hafði í það minnsta verið viss
um það þar til fyrir nokkrum
klukkustundum. Og ég varð að
viðurkenna, að ég hafði einsett
mér að klófesta hann.
Ég kynntist Ralph í boði, sem
Irish Wilks, bezta vinkona mín,
hafði haldið. Hann vann í verzl-
uninni, sem pabbi hennar átti.
Ég tók ekkert sérstaklega eftir
honum í fyrstu, og auk þess var
hann með annarri stúlku.
Þessi stúlka, sem Ralph var
með, reyndist mjög skemmtileg
og hrókur alls fagnaðar í boðinu.
Hún gat leikið á píanóið og sung-
ið. Það leið ekki á löngu þar til
allir piltarnir höfðu flykkzt utan
um hana. Allir nema Ralþh. Það
var augljóst á svip hans, að hon-
um mislíkaði hváð hún skipti sér
6
HEIMILISRITIÐ