Heimilisritið - 01.08.1958, Qupperneq 37
En þegar myrkrið var skollið
á og regnið og stormurinn dundi
á gluggunum varð Karl Hansson
mjög veikur. Það var malaria,
sem hafði tekið sig aftur upp og
í óráðinu hrópaði hann á kínin,
sem gæti unnið bug á sótthitan-
um.
Eg reyndi að róa hann. Ég
sagði honum að ég skyldi fara
til kaupmannsins í þorpinu, sem
hafði útsölu á lyfjavörum og vita
hvort hann ætti ekki kínindropa.
En ég myndi verða a. m. k. þrjár
klukkustundir í þessum leiðangri
og ég sagði honum að hann
skyldi bara liggja rólegur í rúm-
inu á meðan og reyna að hvíl-
ast.
Svo bjó ég mig sem bezt ég
gat og hélt út í regnið og storm-
inn.
Eg brauzt áfram á móti veður-
ofsanum, en þegar ég var kom-
inn í námunda við litla kofann
hennar Stínu, heyrði ég óskap-
legt brak og um leið slóst krækl-
ótt trjágrein beint framan í mig.
Ég hlaut að hafa fengið tölu-
verðan áverka á ennið, því að
blóðið streymdi niður andlitið á
mér og ég var hræddur um, að
það myndi líða yfir mig á hverri
stundu.
Til allrar hamingju var húsið
hennar Stínu mjög nærri og ég
var enn það hress, að ég gat
hugsað nokkurn veginn skýrt: —
Þú gerir auðvitað gömlu konuna
hrædda, þegar þú vekur hana.
En þú getur þá líka fært henni
þær góðu fréttir, að sonur henn-
ar muni heimsækja hana á morg-
un.
Ég fikraði mig að húsdyrun-
um og bankaði fast og lengi á
hurðina. En ég fékk ekkert svar.
Svo gerði ég aðra tilraun, eftir
nokkrar mínútur, en varð jafn-
framt að þurrka blóðið, sem sí-
fellt rann niður í augun á mér.
Bara að hún verði nú ekki hrædd,
þegar hún sér mig svona útleik-
inn.
Loks heyrðist hægt og þung-
lamalegt fótatak inni í stofunni.
,,Vertu ekki hrædd, Stína
mín,“ kallaði ég í gegnum storm-
hvininn. — ,,Þetta er bara ég, —
Kaupmannahafnarbúinn, — ná-
granni þinn. Sonur þinn er kom-
inn heim.“
Gamla konan opnaði dyrnar,
hægt og aðeins í hálfa gátt, en
sagði ekki neitt. Ég smeygði mér
inn, en gætti þess að halda báð-
um höndum fyrir andlitinu, svo
að hún sæi ekki blóðið.
,,Þökk,“ sagði ég. — ,,Ég
ætla bara að þvo mér frammi í
eldhúsinu. Það slóst nefnilega
grein framan í mig og blóðgaði
mig á enninu.“
Ég flýtti mér fram, því að ég
HEIMILISRITIÐ
35