Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Síða 50
44
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
af því að báðir vjelbátar Helga lágu á
Nesvíkinni við stjóra, voru menn hrædd-
ir um að þá mundi fylla af sjó, en Helgi
vildi fyrir hvern mun bjarga þeim. Jeg
eetla ekki að fjölyrða um þenna atburð, en
á því kvöldi druknaði Helgi. Ekkjan var
varla mönnum sinnandi lengi á eftir,
enda sá hún fram á að hún mundi af eig-
in rammleik aldrei geta haldið í horfinu
svo umstangsmiklu búi. Það urðu ýmsir
góðir menn til þess að rjetta henni hjálp-
arhönd og annast viðskifti búsins, það
sem eftir var vetrar. Um vorið bauðst
henni ráðsmaður, Einar Haraldsson að
nafni, sagður vanur bæði búskap og sjáv-
arútvegi, og þótt hún þekti hann ekki
persónulega, tók hún boðinu fegins hendi,
því að kunnugir sögðu manninn bæði
duglegan og vel að sjer. Hafði hann þá
verið í Noregi nýverið og grætt eitthvað
á síldarsölu og setti það upp, að hann
mætti af eigin efnum leggja til hálfs i
sjávarútveginn á móti ekkjunni; áttu þau
að því leyti að vera í fjelagi, en landbú-
skapur átti að rekast fyrir ekkjunnar
reikning. Búið var gert upp, rjett áður
en Einar tók við stjórninni; eignirnar
voru þá metnar 18 þús. 300 kr„ þegar all-
ar skuldir voru dregnar frá, og þó hefir
annar matsmanna, Jón heitinn í Skóga-
seli, skýrt mjer frá því að hús og bálar
hafi verið virt mjög lágt. — Er þetta
ekki rjett hjá mjer, Einar?«
Einar lagði kollhúfur og þagði.
»Svo kom Einar þessi og tók við stjórn-
inni, mikill á velli og vasklegur og þótti
mesti myndarmaður. Hann gekk um alt
og skipaði fyrir eins og hann ætti alt
einn, ekkjan þurfti ekki fyrir neinu að
hafa og ekki bar á öðru en að hún væri
ánægð með ráðsmanninn. Hann hafði
mörg járn í eldinum og braskaði í ýmsu,
sjerstaklega eftir að Norðmenn fóru að
stunda síldveiði við fjörðinn. Þá þótti oft
fjörugt við Nesvíkina og Nesheimilið
gestrisið. Ráðsmaðurinn var yfirleitt í
miklurn metum hjá fólki; hann hafði
þann líkamsvöxt og fas, sem karlmenn
bera virðingu fyrir hver á öðrum og
hæfilegan ruddaskap til þess að kvenfólk-
ið tæki eftir honum og þyldi honum meira
en öðrum. Það var mikið um það talað,
að hann mundi bráðlega verða húsbóndi í
Nesi bæði í orði og á borði, en enginn
vissi þó sönnur á því. Aðeins ein mann-
eskja gat aldrei þýðst ráðsmanninn og
það var drengurinn í Nesi; má vel vera
að það hafi mest verið hans eigin sök,
því að sagt var um þau systkini, að son-
urinn hefði erft örlyndi föður síns, en
dóttirin blíðlyndi móður sinnar. —- Á
þessu ári skall yfir styrjöldin mikla og
verð á lands- og sjávarafurðum þaut upp
úr öllu valdi, veltan óx og margt var
færst í fang, sem annars hefði -verið ó-
gert. í Nesi virtust allir hlutir vera í upp-
gangi og ráðsmaðurinn barst mikið á,
enda fjekk hann einn öllu að ráða. Annað
sumarið fór stundum að bera á því að
hann tók sjer hressilega í staupinu og
hagaði sjer þá oft heima fyrir líkast því
sem húsbændur hans væru gustukafólk,
en þess á milli fjell alt í ljúfa löð. — Svo
var það skömmu fyrir jólin 1915, að Ein-
ar fór í kaupstaðarferð hjer inn í Sand-
vog á vjelbát og í förinni voru líka Rann-
veig í Nesi og Norðmaður, sem átti lifr-
arbræðslu við Nesvíkina og heitir Botten.
Þá var Rannveig 17 ára gömul, lagleg
stúlka og vel vaxin. Vilt þú ekki annars
segja þenna kafla sögunnar, Einar, þú
hlýtur að muna svo vel hvað gerðist á
heimleiðinni og þegar heim kom?«
»Haltu á þjer bölvuðum túlanum«,
hvæsti Einar á milli tannanna.
»Því þá það? Jeg bjðst við því að þú
yrðir feginn því að segja sjálfur frá af-
rekum þínum, svo að ekkert yrði mis-
hennt. En jeg get svo sem tekið af þjer
ómakið; þau hafa bæði sagt mjer frá því