Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Síða 52
46
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
mjög annríkt, var oft á ferðalögum dög-
um saman og þrisvar veit jeg til að hann
gisti í Felli, hvaða erindi sem hann hefir
átt þangað. Þess í milli sat hann í her-
bergi sínu og skrifaði. — Það væri nú vel
gert af þjer, Einar, að fylla út í söguna
og segja okkur, hvað þú varst að erinda
í ferðunum og hvað þú varst að skrifa;
jeg er viss um að bæði sýslumanni og
hreppstjóra þætti mjög fróðlegt að heyra
það«.
Einar beit á jaxlinn og þagði.
»Er þjer orðið stirt um að tala? Jæja,
jeg skal þá halda áfram einn míns liðs.
— Þegar leið fram undir vorið, fór Rann-
veig í Nesi að verða svo föl og guggin, að
móður hennar fór að standa stuggur að
útliti hennar og fór með hana til læknis
rjett um sumarmálin. úr þeirri för kom
móðirin föl, en dóttirin þrútin af gráti;
ráðsmaðurinn var lengi á tali við þær
mæðgur þetta sama kvöld, — og nú skora
jeg á þig, Einar, að segja frá því, sem um
var talað og um var samið«.
En Einar gat ekkert sagt; röddin gat
ekki borið fram þau ofsaorð, sem varirn-
ar mynduðu sig til að segja. Sigvaldi leit
framan í Einar og sagði ósköp blátt á-
fram:
»Hvaða ósköp er þjer þungt um andai'-
dráttinn, en fyrst þú getur ekki sagt það,
þá skal jeg gera það. — Ráðsmaðurinn
varð að játa það, að hann væri valdur að
lasleika Rannveigar, en það gekk bæði
seint og illa, og þegar hann að lokum rauk
út frá þeim fokvondur, lá móðirin grát-
andi uppi í rúmi, en dóttirin í öngviti á
gólfinu. Næsta dag var Þóra rúmföst og
var sagt að hún hefði kvefast í ferðinni
daginn áður, en svo heyrðist bráðlega, að
hún væri alvarlega veik og ekki lifði hún
nema viku eftir þetta. Læknirinn taldi
sjúkdóminn lungnabólgu og má vel vera
að svo hafi verið, enda gekk vond kvef-
sótt um það leyti og margir voru rúm-
fastir. Ráðsmaðurinn ljet sjer ant um að
útförin færi sæmilega fram, en mikið
hafði hann að gera það vor, var sjaldan
heima og þótti fremur ómjúkur á mann-
inn heima fyrir; sjerstaklega kom það
fram við þau systkin; hann var kaldur í.
viðmóti við þau bæði og stundum sat hann
á tali við Rannveigu, en eftir þær viðræð-
ur var hún æfinlega grátbólgin. — Gamli
Sigurður sýslumaður átti að ráðstafa.
dánarbúinu. Tvisvar kom hann að Nesi
um vorið, stirður og bólginn af spiki og
másandi undir ýstrunni, en annars fór
hann að eins og hann var vanur, ljet aðra
um störfin og sagði já og amen við öllm
Það var ráðsmaðurinn, sem öllu rjeði, og
þessir tveir menn, sem settir voru fyrir
systkinanna hönd, voru ekki annað en
leikbrúður rjett til málamynda, — Hrólf-
ur í Höfn og Davíð söðlasmiður hafa
aldrei þótt neinir sjerstakir skarpleika-
menn, um það getur Guðmundur hrepp-
stjóri borið vitni. En niðurstaðan varð
sú, að búið í Nesi átti að vera svo illa á
veg komið, að eignir voru rjett liðlega
fyrir skuldum. öllum aðalskuldunum var
svo fyrir komið, að ráðsmaðurinn átti
rjettinn til greiðslunnar, og þá lá beinast
við að hann keypti jörðina, með húsum,
áhöfn og bátum, en af einskærum dreng-
skap og göfuglyndi bauðst hann til að
greiða hverju systkinanna 1200 kr. út í
hönd, svo að þau væru ekki alveg á flæði-
skeri stödd; það áskyldi hann þó, að þau
færu af heimilinu um vorið. Systkinin
gátu ekkert að gert, það var gengið að
þessum kostum fyrir þeirra hönd, og
sýslumaður úrskurðaði að öll reiknings-
skil ráðsmannsins væru óaðfinnanleg.
Systkinin fluttust yfir að Hólmum,
kirkjustaðnum, þar sem foreldrar þeirra
voru grafnir, og ekki höfðu þau annað
meðferðis en fötin sín, nokkrar hirslur
og ölmusupeninga ráðsmannsins. — Hvað
ætli þáð hafi annars verið, sem ráðsmað-