Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Page 53

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Page 53
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 47 urinn var að græta hana Rannveigu með, •eftir að móðir hennar dó? Lítið þið nú framan í hann Einar; það er rjett eins og •hann sje að grufla eitthvað út í það og Ufja upp gamlar og ljúfar endurminn- ingar. Það stendur svo vel á, að Rannveig hefir sjálf sagt mjer frá því út í ystu æs- ar. Hann var stöðugt að fræða hana á því, að orð Ijeki á því um hana, að hún hefði verið kunnug fleirum en honum, t. d. Botten bræðslumanni, — sem þá var farinn hjeðan af landi — og jafnvel fleir- um, sem ekki væri vert að nefna upphátt. Hann sagðist ekki geta annað en tekið nokkurt tillit til þessa orðróms og sjer dytti því ekki í hug að gangast við barn- inu nema frekari rannsókn færi fram; slíkt útheimti æfinlega leiðinleg rjettar- höld, vitnaleiðslur og oftast svardaga að lokum, svo að það væri í alla staði fyrir- hafnarminst og einfaldast að þegja um faðernið, það kæmi hvort sem væri eng- um við, og svo væri best fyrir hana að fara eitthvað langt í burtu, þangað sem enginn þekti hana. Hún gæti því nærri, hvaða útreið mannorð hennar fengi, þeg- ai’ sögurnar bærust um rjettarhöld og svardaga. Svo skorti á hinn bóginn ekki fögur loforð, ef hún kysi þenna kostinn. Lað er ekki að orðlengja það, Rannveig Jjet kúgast, en jeg get borið um það, að henni leið svo illa þetta vor, að hún hefði miklu heldur kosið að deyja en að lifa við sorgina og smánina. Um það leyti sem hún fór frá Nesi, fór að kvisast hvernig ástatt væri fyrir henni; var töluvert um Það talað, og höfðu menn það eftir ráðs- manninum, að Botten Norðmaður mundi uaanna best vita um faðernið. Þú munt kannast við þann orðróm, Guðmundur«. Hreppstjóri kinkaði kolli. »Þá eru aðalafreksverk ráðsmannsins falin. — Já, Einar, jeg veit það vel, að Solveig var sannkailað keppikefli og Hells-auðurinn heillandi. Og hvað átti fjelítill ráðsmaður með flekkað mannorð í vændum, ef hann dirfðist að koma á biðilsbuxum að Felli? Hún bar það utan á sjer, hún Solveig, að hún mundi vera vandlát og það var almannarómur, að sjera Jón hefði ekki látið kammerráðs- drambið fara í gröfina með föður sínum. Aftur á móti var það hreint ekki fráleitt, að góðar undirtektir fengjust, ef að garði bar myndarmann, sem gott orð fór af, átti jarðeignir, sem um munaði og tæki til arðberandi atvinnureksturs. Það þóttu að sönnu mikil tíðindi, en hreint ekki ótrú- leg, þegar trúlofun þeirra Solveigar í Felli og Einars í Nesi varð heyrumkunn um haustið«. Sigvaldi tók málhvíld. »Hingað til hefir drengurinn í Nesi lít- ið komið við sögu. Hann var fermdur í Hólmakirkju á trinitatissunnudag þetta vor. Hjónin á Hólmum höfðu verið ná- kunnug foreldrum þeirra systkina og höfðu skotið yfir þau skjólshúsi í bráð- ina. Þótt drengurinn væri ekki nema tæpra 15 ára gamall, þá vissi hann vel hvaða órjetti þau systkini höfðu verið beitt og bar sára gremju í brjósti til ráðsmannsins. Aðalstarf hans á Hólmum þetta vor, var að vaka á nóttunni og verja túnið og varpið fyrir ágangi fjen- aðar og vargs. Einn morgun tók hann sig til og reri einn á báti yfir að Nesi og var þá svo þungt í skapi, að tárin stóðu í augunum á honum. Með barnslegri hrein- skilni álasaði hann Einari fyrir fram- komu hans og sagði meðal annars að það væri hart að hrekjast af föðurleifð sinni án þess að fá eina einustu skepnu til minja um gamla heimilið. Þá benti ráðs- maðurinn glottandi á flekkóttan hvolp þar á hlaðinu og mælti: »Þú skalt fá hundsbætur, Sigvaldi litli; þú mátt fara með hvolpinn þarna og þá máttu vera á- nægður«. Við þau málalok fór drengur- inn aftur, en skepnan, sem hann langaði

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.