Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Qupperneq 58

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Qupperneq 58
44 DYVEKE N. Kv. „Sleppum því, herra Mogens,“ svaraði Sig- brit þurrlega, „sleppum því; eg er of gömul til að tala um ástir og veit varla, hvort eg hef nokkurn tíma verið nógu ung til þess. Svo hafið þér sjálfsagt ekki farið að ríða til Hvít- eyrar til að blaðra hégóma við Sigbritu WLll- ums, enda hef eg varla tírna til þess; eg á að líta yfir nokkur skjöl í dag fyrir hans náð.“ „Já, konungur er yður leiðitamari en rík- isráðinu,“ mælti Mogens Gjöe. „Sá er bjáni, sem reynir að komast fram hjá yður, Sigbrit Willums." Sigbrit svaraði því engu, og svo varð herra Mogens að bera upjr erindi sitt. Hann iskýrði benni frá ríkisráðsfundinum nákvæmlega og dró engar dulur á, að allir herrarnir hefðu hugsað til Dyveke, sem hugsanlegt var að mundi vilja hindra þetta kvonfang; en allir trúir þegnar konungs og ekkjudrottningin, móðir hans, væru þess mjög fýsandi, konungi og ríkinu til heilla; þeir hefðu líka séð á svip konungs, að hugur hans hefði leitað í sömu átt og hinna; þegar konungur hefði verið farinn, hefðu þeir ráðgazt um þetta, en ekki fundið neina leið út úr ógöngunum; þá hefði sér dottið í hug að ríða út til Hvíteyrar og grennslast um, hvernig Sigbrit Willums liti á málið. „Það var ekki svo galið af yður, herra Mogens," sagði hún. ,,Nei.“ svaraði Mogens Gjöe; „eg sé, að þér eruð hyggin og skynsöm kona. Þá vil eg Ííka komast beint að efninu, eins og yður mun koma bezt, og segja yður, að ef þér og dóttir yðar vilja fara í kyrrþey úr ríkjum hans náðar áður en hann heldur brúðkaup sitt, þáskal eg tryggja yður svo mikið fé, að þér getið lifað áhyggjulaust það sem eftir er ævinnar.“ Sigbrit Willums hvíldi hökuna á staf sín- um og leit hæðnislega á gestinn. „Það væri skömm að því að láta yður punga út með svo mikið fé, herra Mogens,“ svaraði hún. „Þetta kemur mjög flatt upp á mig. því að sögn manna eruð þér mjög fé- glöggur maður, þó að þér séuð talinn vera mestur jarðeigandi í ríkinu. En þér skuluð engar áhyggjur gera yður út af þessu máli. Hvorki dóttir mín né eg verðum gulli keypt- ar af yður fremur en af hans náð, hvað svo sem lygi og þvaður kann um það að bera.“ Mogens Gjöe starði snöggvast orðlaus á Sigbritu Willums; svo stóð hann upp og ætl- aði að fara, en þá benti hún lionum svo valdsmannslega að setjast aftur, að hann fór hjá sér og gerði það. „Dokið ögn við.“ mælti hún. „Úr því að eg rak yður ekki beint á dyr vegna þessa ósvífna tilboðs yðar, þá megið þér vita, að eg hef nokkuð til málanna að leggja. Þér og ríkisráðsherrarnir hafið lei'tað minnar að- stoðar til að koma í kring sómasamlegu kvonfangi hans náð til handa. Þið hafið fengið hana, þótt ekki hafið þið beðið um liana. Ef Elísabet frá Búrgund verð- ur fyrir valinu, og hana lízt mér bezt á, skal eg styðja málið eftir beztu getu." „Ætlið þér að gera það?“ spurði herra Mogens hissa. Sigbrit kinkaði kolli. Hún stóð þung- lamalega á fætur og gekk við s'tafinn þvert yfir gólfið að skáp, sem stóð þar. Hún tók fram silfurbikar og heLIti í liann. „Drekkið, hen'a Mogens,“ mælti hún, „vínið er eins gott og vínið konungsins. Ef þér leitið aftur aðstoðar Sigbritar Willums, þá gætið yðar að móðga Iiana ekki að þarf- lausu, heldur skuluð þér vera viss um, að hún er yður jalnsnjöll og að velgengni hans náðar er henni jafnhugfólgin." Mogens Gjöe drakk út og stóð á fætur. „Eg bið yður afsökunar,“ mælti hann og hneigði sig kurteislega; „þó að við kunnum að standa á öndverðum meiði, þá skal eg aldrei gleyma yður þessa stund.“ „Sömuleiðis," svaraði Sigbrot brosandi. Svo fór hann. — Diðrik Slaghök kom aftur fram úr skápnum. „Frænka!“ mælti hann, fullur aðdáunar. „Burt með þig, drengur," svaraði hún. —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.